- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
253

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

253

að fá; þeir bvrjuðu 10. október að mæla bæinn og voru búnir
að þvi starfi hinn 23. s. m. Reykjavík var þá eigi stór, eigi
nema tvær götur. Hafnargata og Aðalstræti; uppdrátturinn er
mjög nákvæmur og fylgir honum skýrsla um hin einstöku
hús.1 Haustið 1801 segir Ohlsen að hafi verið kallað á
ís-landi óvenjulega gott og þurrt, en þó hafi daglega verið regn,
hvassvióri og næturfrost á víxl. Arstíminn leyfði ekki neinar
mælingarferðir, en þeir Ohlsen viidu þó sýna lit á sér og
mæla dálítið af nágrenni Reykjavíkur. þeir tóku að mæla
nesin, en uröu i miðjum nóvember að hætta sakir kafalda og
frosta.

Veturinn 1801—1802 segir Ohlsen að hafi verið
óvana-lega harður og sól sá nærri aldrei fyrir dimmviðrum, þó fór
veðrátta að skána um marzmánaðarlok og þá reyndu þeir að
byrja mælingar aptur, þegar veður leyfði, dag og dag í bili.
Um lok maímánaðar var Ohlsen búinn aó mæla Inn-nes og
gjörði uppdrátt vfir. Vorið var mjög hart og hestar i slæmu
standi, svo þeir félagar komust ekki á stað fyr en 14. júlí.
A Akranesi fundu þeir stóra flata mýri, sem var þolanlega
góð til grunnlínumælingar og mældu svo línuna eins
nákvæm-lega eins og þeir gátu eptir mæliaðferð þeirra tima.
Grunn-línan var 11015 álnir 25/s þumlungar (tugamáls) og ítrekaðar
mælingar sýndu að skekkjan gat varla verið meiri en 2 þuml.
Veður var þá gott og gátu þeir félagar lika notaó bjartar nætur
til starfa sinna og var grunnlínumælingin því búin í byrjun
ágústmánaðar. Síðan mældu þeir Akranes og héldu svo áfram
inn með Hvalfirði til mánaóarloka, þá fóru þeir aptur suður
til Reykjavikur og sigldi Ohlsen þaðan um haustió, en O. M.
Aanum varð eptir á Islandi. Ohlsen kvartar undan því, hve
örðugt sé að fá mannhjálp til fylgda, flutninga og annars þó
peningar séu í boði, og þá sjaldan menn fáist, sé það aðeins
fyrir afarverð. A Inn-nesjum og Akranesi var ómögulegt að
fá neinn mann, enginn vildi vfirgefa slátt og fiskirí og varð

J) Situations Kart over Byen Reikevig med Omliggende Bayer.
Geometrisk opmaalt i October 1801 af Lieutenant Ohlsen og Aanum.
Prentað í Kr. Kaalunds: Bidrag til en hist.-topogr. Beskr. af Island I
bls. 12.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free