- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
254

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

254

Ohlsen sjálfur með hinum danska þ.jóni sínum að bera
verk-færin.1 Aanum gat lítiö mælt um haustið 1802 sakir votviðra.
en fékkst þá og síðar um veturinn við teiknun korta og
út-reiknun ýmsra stjörnuathugana. er þeir höfðu gjört. Kvartar
hann mjög undan því, hve dýrt sé að lifa í Revkjavík.2 Hinn
sama vetur var Aanum vikið frá sakir drvkkjuskapar og óreglu.
var hann m.jög skuldugur og átti i miklu basli. þó voru honum
með konungsúrskurði 25. febr. 1803 ákveðin biólaun í tvö ár,
en þau hrukku eigi fyrir skuldum.3 Tii þess hann hefði
eitt-hvað að lifa á fékk hann síðar skrifarastörf í
rentukammer-inu og 1805 fær hann þann vitnisburð, að hann sé nú orðinn
reglusamur, sé vel brúklegur og hafi ágæta þekkingu.

Pegav Ohlsen kom til Kaupmannahafnar um haustið 1802.
bar hann þaö fvrir stjórnina, að mælingar þessar væru svo
örðugar sakir landslags og veðráttufars, að það mundi þurfa
6 herforingja til mælinganna ef vel ætti að vera,4 ekki væri
hægt að byrja vörðubyggingu á fjöllum og mælingar fvrr en
gras væri sprottið og hestar búnir að ná sér eptir útigöngu

’) Ohlsen segir. að það haíi kostað 11 rd. 8 sk. að flytja farangur
þeirra félaga úr póstskipinu í Hafnarnrði til Lambhúsa og flutningur
upp á Akranes hafi kostað 16 rd. iBréf til rentukammers dags. Kmhöfn
22. des. 1802).

’) Aanum segist í ö mánuði hafa verið sjálfs sins í Reykjavík og
segist á þeim tíma hafa orðið að kaupa mó fyrir 80 rd.. hann segir að
pund af brauði hafi kostað 16 sk., 5 fjórðungar af smjöri 20 rd., pottur
af mjólk 10—16 sk! og pund af kjöti 16 sk. (Bréf dags. Reykjavík 4.
marz 1803). Ef þetta er satt. hefir matvælaverðið í þá daga verið furðu
hátt í Reykjavík.

3) Auk þess fékk hann 575 rd. 92 sk í þokkabót! Friðrik
kon-ungur 6. var honum sjálfur hliðhollur og rentukammerið reyndi því að
hjálpa honurn á vmsan hátt. A leið niður til Danmerkur varð Aanum
veikur. fékk ákafar blóðnasir. öngvit og varð um tíma vitstola. í>egar
hann kom til Hafnar. varð hann að leggjast á Friðriksspitala. batnaði

þar. en fékk útslátt. sem hann átti lengi í; stjórnin borgaði legu hans
og hjálpaði honum á allan hátt þrátt fvrir óreglu hans og marglæti.
Af ótal skjölum sézt hin dæmalausa, föðurlega umönnun. sem stjórnin
sýndi útsendurum sínum, í smáu sem stóru. rentukammerið borgar
vín- og matarreikninga. skraddara- og skóarareikninga fyrir
mælinga-mennina o. s. frv. og skiptir sér af öllu.

4) Lovsamling for Island VI. bls. 604-605.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free