- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
324

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

324

Nú er þar til máls aö taka, sem fyrr var frá horfið, að
Bókmenntafélagið tók að sér mælingu sveita á Islandi og
út-gáfu Uppdráttar Islands. Þorgeir prestur Guðmundsson, sem
var forseti 1 Hafnardeild Bókmenntafélagsins 1831—1839, »fylgdi
fvrirtæki þessu«, einsog Jón Sigurðsson segir. »með mikilli
alúð og sparaði enga fyrirhöfn að styð.ja að því á allan hátt<’
og mætti hann þó ýmsum mótmælum, þvi sumum fannst
fyrirtæki þetta ekki tilheyra félaginu heldur stjórninni
ein-göngu og töldu það draga mjög úr samningu og prentun
góðra bóka. »Vér getum nú játað það«, segir Jón Sigurðsson,
»að mikið kunni að vera tilhæft i mótmælum þessum i
sjálf-um sér, en þegar vér gáum að á hinn bóginn. að verk þetta
hefði vissulega ekki verið gjört enn í dag, og ef til vill
tæp-lega á þessari öld, og þegar vér kunnurn að meta þann sóma,
sem bæði þeir, er að þessu verki störfuðu, og svo félagið
hefir haft af því, þá megum vér gleðjast vfir, að félagið og
þess forstöðumenn ekki fóru i neinn matning, heldur fylgdu
sér að og lögðu allt sitt fram til.að koma því til leiðar, sein
gjöra þurfti*.1 Um veturinn 1831—32 sendi Björn
Gunn-laugsson fyrsta uppdráttinn yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu og

r

nokkurn hluta af Arnessýslu og var samþvkkt á fundi l.maí
1832 »að ráðfæra sig við þá menn, sem vit hafa á að dæma
um, hvort nokkuð er athugavert við það, eða ábótavant, hvort
betra mundi að prenta það á steintöflum eða koparblaði. og
hvað prentunin mundi kosta«. Forseti félagsins fékk nú
um-sögn2 og skýrslur fróðra manna, einkum þeirra prófessor

munu jafngitda hér um bil 10 kr.. og þegar tillit er tekið til hins
afar-lága verðs á hestum og fylgdum. má skilja, að Björn hefir getað komizt
af með það, en enginn þeirra, sem á þeim árum ferðuðust til
rann-sokna, mun þó hafa getað leikið houum það eptir.

’) Minnmgarrit hins isl. Bókmf. Kmh. 1867, bls. 41.

’) H. J. Scheel var lika sendur uppdrátturinn til umsagnar og i
bréfi til rentukammersins 28. Jan. 1888 finnur hann margt að kortinu.
segir það sé mjög ónákvæmt og í þvi margar villur; segir Scheel að
það sé auðséð. að Björn kunni eigi fullkomlega vel að nota verkfærin
og hafi eigi rétta handastjórn á þeim, þrátt fyrir það þó hann sé
ágæt-lega að sér í stærðfræði. Björn hafði sumstaðar lagað ströndina. er
lautenantar höfðu mælt. og telur Scheel þær breytingar til skemmdar;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0332.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free