- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
325

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

325

Schow’s og 0. N. Olsen’s, sem þá var kapteinn viö
herforingja-skólann og manna fróðastur um allt, er iandsuppdrætti snerti;
af skýrslum þessum var auöséð. að efru félagsins hvergi nærri
hrukku tii að koma i verk mælingunni og láta prenta
upp-drættina að auki. Fyrst hafði deildin hugsað sér aó prenta
sérstaka uppdrætti af hverri sýslu, en til þess var kostnaðarins
vegna ekkert viðlit; var þá ákveðið að minnka uppdrætti
Björns Gunnlaugssonar og setja þá saman i 4 fjórðungsblöð.
Félagsstjórnin leitaöi nú styrks hjá rentukammerinu. tók
stjórnin fremur stirölega undir málið í fvrstu,1 en síðar varð
það úr, að hún útvegaði ágætan mann. 0. N. Olsen, til þess
að sjá um tilbúning og útgáfu uppdráttanna, og Hans Jacob
Scheel til að starfa að hinu reikningslega við
þrihyrninga-málið; Bókmenntafélagió hafði ekki nærri nóg fé til útgáfu
uppdráttarins, svo það varó úr, að stjórnin Iagöi fram hér
um bil allt það fé, sem tilbúningur hans og stunga kostaði.
Vísindafélagið danska styrkti einnig fyrirtækió með því að
leggja 500 rd. til uppdráttarins af hinum fyrsta fjórðungi.
Bókmenntafélagið hafði reist sér nurðarás um öxl með því
aö leggja út i þetta fyrirtæki, og hefði stjórnin ekki hlaupiö
undir bagga með félaginu, hefói fyrirtækið orðió að engu og
töluvert fé tapast; en fyrst og fremst var það ósérplægni
Björns Gunnlaugssonar að þakka, að verkió komst i kring,
enginn útlendingur hefði tekizt þetta örðuga starf á hendur
nema fyrir margfalt hærra kaup.

Framan af kom við og við á fundum í Hafrrardeild
Bók-menntafélagsins fram nokkur mótspyrna móti
mælingafyrir-tækinu; 1834 var stungið upp á að staldra skyldi við og
hætta mælingunum um stuud, unz menn sæju hvernig
upp-drættinum yfir suðvesturfjórðunginn reiddi af. Tii allrar
hamingju fékk þessi uppástunga ekki framgang; mælingarnar
hefðu þá lagzt niður í 10 ár, þvi fyrsti fjórðungurinn var eigi

þó mun Björn hafa haft rétt fyrir sér, síðari mælingar hafa sýnt. að
strandmælingunum er mjög áhótavant einmitt á þessu svæði. Björn
svaraði aðfinningum Scheel’s ítarlega og hrakti hann með rökum;
skýrsla þessi mun prentuð í viðaukum.

4) Lovsamling for Island VI. bls. 604-605.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0333.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free