- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
106

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

106

hverjar þær eru. Nokkrir enskir ferðamenn komu þegar á
t

18. öld til Islands einsog áður hefir verið getið og snemma
á 19. öld ferðuðust hingað ágætir fræðimenn frá Englandi,
Hooker, Mackenzie og Henderson og rituðu góðar bækur og
ítarlegar um land og þjóð. Siðan tóku ýmsir ríkismenn að
venja kornur sinar til Islands sér til skemmtunar (III. bls.
223) og fjölgaði þeim er fram liðu stundir; fáir þessara
manna rituðu ferðabækur. vér höfum áður aðeins getið um
John Barrow, er kom til Islands 1834. Hið satna sumar kom

r t

einnig annar Englendingur til Islands, sá hét Arthur Dillon,
en bók hans var eigi prentuð fyrr en nokkrum árum síðar1.
Dillon fór frá Kaupmannahöfn með herskipi. sem átti að
sækja Friðrik VII. og var Tómas Sæmundsson honum
sam-ferða2. Dillon dvaldi veturinn næsta í Revkjavík, en
ferðað-ist ekki viða, hann fór aðeitis til Þingvalla. Geysis og
Skál-holts og um nágrenni Revkjavikur. Dillon er fremur
rétt-orður og hefir þekkt nokkuð sögu landsins og landshætti:
bók hans lýsir í ýmsu ástandi þvi, sem þá var. Vetrarvistin
i Revkjavík þótti honum leiðinleg. heldri menn í bænum
höfðu, að því er hann segir, ekkert annað sér til
skemmtun-ar en að sitja yfir spilum og púnskollum, optast þegjandi,
frá kl. 6—12 á hverju kvöldi og opt lengur. Matarvistin
þótti honum rýrna, er fór að liða fram á veturinn, þá fékkst
ekkert nema saltkjöt og soðinn fiskur og kjöt af nýfæddum
kálfum til hátíðabrigðis á tyllidögum. Dillon skoðaði
Bessa-staðaskóla og getur þess meðal annars. að hann hafi aldrei
hitt neinn lærisvein þaðan, sem ekki talaði allvel latínu.
Næsta sumar hitti Dillon Gaimard og félaga hans og getur
þess, að enginn á skipinu (La Recherche) hafi kunnað ís-

Arthur Dillon: A winter ín Iceland and Lapland. Vol. I.— II.
London 1840, 8° (304 + 332 bls.). Annað bindið er eingöngu um
Lappland.

J) Dillon talar um Tómas í bók sinni og segir hann hafi skilið vel
frönsku og ensku og talað ítölsku mjög vel; þá tungu töluðu þeir
jafn-an saman á ferðinni. því Dillon hafði dvalið 9 ár í Toscana i Italíu
og var því liðugur i því máli. í ferðabréfi sínu í Fjölni I bls. 48—94
getur Tómas ekki Dillon’s.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free