- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
134

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

134

mjög sundurlausar og þýðingarlitlar. Vér höfum fyrr i þessu
rit.i drepið á þessar athuganir þar sem getið er þeirra manna,
er rannsökuðu ísland á 18. öld og framan af hinni 19. N.
Horrebow gjörði fvrstur stöðugar veðurathuganir á íslandi, á
Bessastöðum 1749—51, þá tóku þeir við Eggert og Bjarni,
þeir athuguðu veðráttufar á ferðum sínum 1752—57 og mest
að staðaldri í Viðey, en síðar reit Eggert veðurbók í
Sauð-lauksdal 1760—64; Guðlaugur prófastur Þorgeirsson í Görð-

r ,

um á Alptanesi athugaði og veður um sama levti. Olafur
Olavius fékkst dálítið við veðurathuganir á ferð sinni 1777
og Evjólfur Jónsson og Basmus Lievog gjörðu stöðugar
at-huganir á Lambhúsum, eru uppteiknanir hins siðarnefnda á
árunum 1779—1788 enn þá til. Helgi Sigurðsson hélt
veður-bók i Skálholti 1779—80, en lengstar og ítarlegastar voru
at-huganir Sveins Pálssonar i Vik í Mýrdal 1799—1840. Sir
George Mackenzie athugaði hita, loptþyngd og veðráttufar á
íslandsferð sinni frá 14. mai til 23. október 1810 og Mr. Fell
hélt athugunum þessum áfram i Beykjavík til 14. maí 18111.
Strandmælingamenn þeir, sem dvöldu hér á landi framan af
öldinni, höfðu með sér veðurfræðis-verkfæri. en eigi hefi eg
orðið þess var. að aðrir hafi brúkað þau til athugana en H.
J. Scheel, hann sendi hinu danska visindafélagi 7 ára
dag-legar veðurathuganir frá Akureyri. hann mun líka hafa gjört
athuganir á ferðum sinum. því þess finnst getið2 að Scheel
hafi athugað hita i Þaralátursfirði á Ströndum í byrjun
á-gústmánaðar 1809. Nokkur kafli af athugunum Scheel’s á
Akureyri kom á prent í ensku tímariti einsog fvrr hefir
ver-ið getið (III. bls. 282) og bættu Gladstone og Park þar nokkru
við. Ýmsir aðrir fræðimenn notuðu athuganir Scheel’s af
því engar veðurmælingar höfðu fvrr verið gerðar að staðaldri
á Norðurlandi og af því útlendingar þá voru mjög fáfróðir
um Ioptslag á íslandi, bar vel i veiðar, að ágrip þetta kom
út á heimsmáli og var aðalefni þess sett í margar bækur.

G. S. Mackenzie: Travels in the Island of Iceland. Edinburgh
1811, bls. 470-481.

3) Tidskrift for Sevæsen VI. 1861, bls. 39.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free