- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / IV. /
151

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

151

tómar í hinum efri hlutum blágrýtisfjallanna. Kjerulf,
Paij-kull og aðrir jarðfræðingar fundu hið sama í öðrum hlutum
landsins, svo þetta er algild regla. Nidda lýsir vel og
ítar-lega geislasteins- og draugasteins-myndan i holum blágrýtis1.
R. Bunsen ætlar að mandel-steinar séu nokkurskonar
millilið-ur milli palagonít- og basalt-myndana eða þó fremur að þeir
upprunalega hafi verið móberg með palagoníti, er varð fyrir
áhrifum gióandi hrauns, breyttist og skiptist í tvennt, í dökkt
járnblandað silíkat, sem er aðalefni mandel-steinsins, og í
hvita, járnlausa geislasteina. Glögg dæmi þessara
umbreyt-inga kveðst Bunsen hafa séð við Silfrastaði og Kröflu, hann
sýndi og með tilraunum að slikar umbreytingar mátti gjöra
á kemiskri verkstofu2. Sartorius von Waltershausen var á
öðru máli, hann ætlar að basiskar bergtegundir á mararbotni,
sem um langan tíma hafa verið allheitar og oróið fyrir
á-hrifum vatns og kolasýru, hafi ummyndazt þannig á löngum
tima, að hið basiska feldspath leystist í sundur og af hinum
sundurliðuöu efnum mynduðust í holum bergtegundanna með
tilstyrk kolasýru geislasteinar. kvars og kalkspath. Til þess
að sanna þetta gjörði hann margar ágætar rannsóknir, sem
hér yrði oflangt að greina3. F. Zirkel játar reyndar að
myndun geislasteina kunni á stöku stað hafa orðið svo
sem Bunsen greinir, en hitt hafi verið aðalreglan, aó
um-myndunin hafi gerzt á þann hátt, er S. von Waltershausen
hyggur4. F. Zirkel rannsakaði mandel-steina frá Suðurlandi
og úr Vaðlaheiði sérstaklega og lýsir samsetningu þeirra og
ummyndun5. Síðan hefir umbreyting blágrýtis á Islandi og
myndun geislasteina lítt verió rannsökuð. Neðan til í
blá-grýtisfjöllum á Islandi hafa sumir jarðfræóingar fundið forn-

’) C. I. B. Karstens Archiv fiir Mineralogie, Geognosie etc. VII.
1834. bls. 506—510.

J) Poggendorffs Annalen 83. Bd. 1851, bls. 232—236, 270-272.

J) Vulk. Gesteine von Sicilien und Island, bls. 507—531.

4) Beise nach Island, bls. 296, 305 — 306. Um umbreyting
blágrýt-is sbr. Schirlitz 1. c., bls. 27—28.

5) Sitzungsberichte d. Akad. Wiss. Wien. Bd. 47. I., bls. 250
—251.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:46 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/4/0163.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free