- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
69

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lónamyndun.

69

og margt annað. Víða stytta menn leið sina með þvi að
riða fjörur, má til þess nefna Löngufjörur, Hvalfjörð,
Leir-árvoga, Alftafjörð við Skógarströnd, Rauðasand, Hagavaðai
o. fi. Láglendin á Islandi hafa öil einhverntima verið i
sjó og flatlendisræmur fram með fjöilóttum ströndum t. d.
á Vestfjörðum eru fornir brimhjallar, sem eitt sinn liafa
verið neðansævar. Kringum alt land má finna fornar
sæv-armenjar: marbakka, brimþrep, sævarhelia, malarrinda,
skelj-ar og rekavið, hvaibein og rostunga langt frá sjó; særinn
hefir siðan dregist af landinu og við það hafa skapast
undirlendi byggileg fyrir menskar verur. Pessa munum vér
siðar geta nánar i jarðfræðiskaflanum.

2. Suðurströndin. Lónamyndun.

Fyrir suðurströndu Isiands eru eintómir sandar,
út-grynni mikið og stórbrimasamt, iendingar eru fáar og hafnir
engar. Uthafsöldurnar ganga beint á land upp, mæta
sjald-an fjöllum eða klettum, en skafa sig niður i grunn og
brotna hvitfyssandi á flötum söndum. Afl stórbrima á þessu
svæði er afarmikið og aldrei liggur bylgjugangurinn
full-komlega niðri þó logn só, úthafsyigjan er jafnan mikil fyrir
utan og hið þunga brimhljóð heyrist iangar leiðir á land
upp. Samt geta öldurnar ekkert að mun brotið af þessari
ströndu, önnur öfl spyrna á móti; jökulárnar bera
kynst-ur af sandi og grjóti tii sævar og jökulhlaupin auka þenna
framakstur með stórrykkjum. Sjórinn hefir ekki við að
bera burtu. enda ganga straumar upp að landi, svo
jökul-árnar girða ströndina breiðu sandbelti. sem sjórinn fær ekki
yfir stigið og nær þvi sjaldan til hamrafjalia, sem viðspyrnu

/ r

veita. A suðurströndu Islands er sifeld barátta milli
brims-ins og jökulánna. Haustbrimin rifa grjót og möl úr botni
eða bera það að, reyna að stifla ármynnin með
malar-hryggjum og tekst það stundum, svo jökulvatnið flæðir yfir
láglendið .tii þess að leita að útrás. A þenna hátt eru öll
hin grunnu lón fram með suðurströndu Islands til orðin.
L<m þessi byrja austur við Hamarsfjörð og Alftafjörð og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free