- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
93

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Isafjarðaidjúp.

98

ingar þvers yfir fjörðinn og varla fært hafskijnun; um
stór-straumsfjöru verður þar alþurt nema þrir álar og er
mið-állinn dýpstur. Við norðurhorn Súgandafjarðar er fjallið
Göltur, þaðan fer ströndin að beygja austur, inn að
Isa-fjarðardjúpi. þar ganga há fjöll að sjó fram, en tvær vikur
eru þar þó móti opnu hafi, Keflavik og Skálavik.

Isafjarðardjúp er langmesti fjörðurinn vestra, út úr
því ganga margar kvislar einkum til suðurs. Isafjarðardjúp
er rúmar tiu milur á lengd inn i botn, en á milli Stigahliðar
og Rits er það i mynni fjarðarins 2^/s mila á breidcl. Inn
úr Djúpi ganga að norðanverðu Jökulfirðir og kvislast þeir
mjög. Yzt við Isafjarðardjúp er há og þverhnýpt hamrahlíð

1 sjó fram, sem heitir Stigahlið, og næst fyrir innan hana
er Bolungarvik, þar er töluvert undirlendi. veiðistöðvar
miklar og útræði, þaðan liggur vegur um Oshliðar i
Hnifs-dal, þar er lika fiskiþorp, og svo kemur Skutilsfjörður,
þar er Isafjarðar-kaupstaður, mestur verzlunarstaður á
Yest-urlandi. Kaupstaðurinn stendur á eyri, sem gengur út i
fjörðinn að vestanverðu. beygist suður og er kölluð
Tang-inn. Fyrir innan eyrina er hin eiginlega höfn og er hún
kölluð Pollurinn, þangað liggur örmjótt sund milli
tang-ans og austurhlíðar og er þar um fjöru ekki nema rúmra

2 faðma dýpi þar sem grynst er i álnum, en 7 faðmar eru
á Pollinum. Mörg skip liggja fyrir utan Tanga. Sjálfur
fjörðurinn er á botni jafnt hallandi út á við með 14—19
faðma dýpi, en fyrir utan fjarðarmynnið eru i Djúpinu 50
faðmar. Beint á móti kaupstaðnum er einkennileg hvilft
eða bolli niður í fjallshliðina. Hinar mörgu fjarðakvislir.
sem ganga suður úr Djúpi, eru mjög líkar fjörðunum i
Barðastrandarsýslu, þeir lengjast eftir þvi sem austar dregur.
en eru þó eigi lengri en 1— 2x/a mila. Firðir þessir eru allir
mjóir og aðkreptir af háum og bröttum hamrahliðum og
oft örmjóar eggjar á milli þeirra; að svo miklu leyti sem
kunnugt er, eru þeir allir dýpri um miðjuna en i mynni.
Vestastur af þessum fjörðum, næst Skutilsfirði, er
Alfta-fjörður og gengur Arnarnes út á milli þeirra; þar er
skipalægi við Langeyri og Dvergasteinseyri; í miðj-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free