Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Sandar. Dalmyndanir.
U9
jurtagróður; sumstaðar eru stærri steinar og hnullungar
með rákum eftir sanclrok, sumstaðar eru vikurlög og
hraun-molar, sem breiðst hafa yiir landið, þegar Hekla og önnur
eldfjöll þar í nánd hafa gosið. I móhelluna hafa menn
viða grafið hellra og nota þá fyrir fjárhús og geymsluhús.
Svipaðar móhellumyndanir eru einnig algengar i
Vestur-Skaftafellssýslu, einkum i Meðallandi, við Eldvatn og viðar.
3. Dalir og myndun þeirra. Skriður. Botnar.
Grundvöllur alls skapnaðar Islands og landslags er
há-lendið, sem siðan hefir ummyndast af ágangi elds og vatna,
Niður i hálendishelluna hefir vatnið smátt og smátt grafið’
sér rásir, sem á endanum urðu að dölum. Sumstaðar hafa
spildur sigið og sumstaðar hafa eldgos hlaðið upp fjöllum
og gigaröðum, en hálendi og dalir eru þó aðalatriði
lands-lagsins. Vatnið hefir skorið sór jafnhliða rásir niður i
há-lendið og myndað smátt og smátt þau hin löngu daladrög.
sem stórár landsins renna eftir, og standa þau auðsjáanlega
i nánu sambandi við hinn upprunalega halla landsins og
hæðahlutföll, þó hafa á stöku stað brestir i jarðarskorpu
ráðið hinni fyrstu stefnu ánna. Að því er snertir stefnu
og innbyrðis stöðu fylgja dalir og firðir sama lögmáli eins
og rennandi vatn i ám og lækjum.
Hér getum vér ekki talað nákvæmlega um myndun
dala, það yrði of langt mál. Það er engum efa bundið. að
vatnsrenslið hefir skapað dalina, og úrkoman vinnnr
al-staðar verk sitt á sama hátt. Hver og einn getur i
fjalls-hlið athugað stigbreyting dalmyndana i smáum stíl. Par
sem vatnið streymir niður þverhnýpta fjallsbrún. leitast
allir lækirnir i fyrstu að vera jafnhliða og falla beint niður.
eftir þyngdarlögmálinu. Hver buna fellur stall af stalli og
grefur i fvrstu röð af smáskvompum inn 1 bergið, þvi þar
sem gjall-lög eru á blágrýtismótum, á vatnið hægra með að
leysa sundur og þar kemur hola inn i bergið. Smátt og
smátt fer vatnsrásin að dýpka, þvi hin harðari berglög
detta i sundur, þegar linari lögin milli þeirra berast á burt.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>