- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
241

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eyjaí’jöröur.

’241

I Fljótum er grösugt á sumrum eu vetrarríki er þar mikið
og snjóþyngsli.

Norðan i skaga þenna skerast Siglufjörður,
Héðins-fjörður og Olafsfjörður, luktir háum og bröttum fjöllum og
múlar og björg alstaðar að sjó fram, undirlendi er þar mjög
litið, nema i Olafsfirði er allgrösugur dalur og engjar upp
af vatninu. Framan i björgunum milli Héðinsfjarðar og
Olafsfjarðar eru dalskvompur sem heita Hvanndalir; úr
Olafsfirði liggur vegur um Reykjaheiði (2824’) i
Svarf-aðardal Fyrir innan Olafsfjarðarmúla er brött hlið niður
að Eyjafirði, en þó bæir með sjónum, þar heitir
Upsa-strönd; þá hverfur inn i landið stór dalur og grösugur,
sem heitir Svarfaðardalur. Aðaidalurinn er 2 milur á
lengd, en skiftist svo i tvent og heitir eystri dalurinn
Skiðadalur. T Svarfaðardal er undirlendi allbreitt með
miklum engjum, sem áin kvislast um, en fjöllin eru mjög
há beggja megin, brúnirnar sumstaðar yfir 3000 fet.
Fjall-garðurinn fyrir austan Svarfaðardal er þó enn hærri um
miðjuna, þar eru Rimar 4020 fet á hæð. Þar fyrir austan
gengur forvaldsdaiur beint til suðurs og sker hann háan
fjallsrana frá hálendinu, sem á nokkru svæði takmarkar
Hörgárdal að vestan. Flatlendið inn með Eyjafirði milli
Svarfaðardals og Hörgárdals heitir Arskógströnd.

Hörgárdalur gengur inn frá Eyjafirði tii suðvesturs,
það er mikill dalur og langur, meira en þingmannaleið inn
i botn og nærri hálf míla á breidd að framan. Engjaslétta
allmikil er utan til, en þó fyllist dalurinn ofar mjög af
lausa-grjótshólum á pörtum, og sumstaðar eru klappaholt. Vestur
úr Hörgárdal ofanverðum gengur Barkárdalur
ogMyrk-árdalur, en suður úr honum gengur Oxnadalur sem er
3—4 milur á lengd og stærri en aðaldalurinn eftir að þeir
skiftast. Milli Eyjafjarðar, Öxnadals og Hörgárdals gengur
afarhá fjallatunga og er yzt á henni Stórihnúkur (2898’);
útundan þeim fjöllum gengur lágur háls, Moldhaugnaháls
(408’) er takmarkar Hörgárdal að utan og sunnan. Bygðin
sunnan Hörgár i hliðunum fyrir utan Bægisá heitir
Þela-mörk, en austan i hálsinum suður undir Grlerá heitir

16

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0255.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free