- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
257

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Austur-Skaftafellssýsla.

257

jökla frá Breiðamerkurjökli og lilifa bygðinni i Suðursveit.
Suður af Skálafellshnútu gengur H e s t g e r ð i s h n ú k u r (1214’)
og Borgarhafnarfjall (1224’) sem múli niður að sjó, og
þar fyrir vestan gengur inn Staðardalur, þá gengur
Kálfafellsfjall með háum hömrum fram að undirlendi,
uppi á þvi eru hvassar eggjar, sem kvislast ýmislega upp
undir jökul, eru á þeim margir tindar, og er
Birnudals-tindur (4481’) einna hæstur. Yestan við Kálfafellsfjall
gengur upp langur, dalur, Kálfafellsdalur, og eru suður
af honum há fjöll með bröttum múlum niður að láglendi,
þar er fyrst Staðarfjall (2958’), svo Steinadalur og
Steinaf j all (2324’), sem gengur nærri niður að sjó, og eru
þverhnýptir hamrar framan i þessum fjöllum. Upp af
Steina-fjalli ganga háar og margkvislaðar eggjar upp að jökli og
eru beggja megin við þær ofan til miklar jökulfannir, þar
er Pverártindur (3347’) og norður af honum
Þverár-tindsegg (4853’) með mörgum hnúkum. A vesturhorninu
á fjalllendinu við Suðursveit er Fel lsf j all (2559’) með
snar-bröttum hömrum að framan, og er þuim bjarghella klofin
frá aðalberginu; upp af Fellsfjalli eru á fjöllunum upp að
jökli margar eggjar og tindar með ýmsum nöfniun;
Veður-árdalstindur (3952’) er þar einna hæstur. Vestan við
Fellsfjall kemur Breiðamerkurjökull einsog risavaxinn
hvit-grár skjöldur niður á undirlendið, og upp yfir hann mænir
í fjarska Oræfajökull einsog mjailahvit skörðótt egg. A
takmörkum Fellsfjails og Breiðamerkurjökulls
erVeðurár-dalur og er þar beitarland nokkuð, þó jöklar séu þar alt
i kring.

A svæðinu frá Fellsfjalli vestur að Lómagnúp fá
skrið-jöklarnir alveg yfirhönd, fjallanna gætir litið, þau gægjast
fram undan jöklunum eða upp úr þeim á stöku stað, en
snjólaus fjöll eru hverfandi i samanburði við
fannabreið-urnar. Breiðamerkurjökull þekur fiatlendið og
liálendis-röndina, af henni standa upp úr jökli aðeins EsjufjöM
(4000—4800’) og Máfabygðir (4618’), og eru þau fjöll þó
nærri alveg hulin jökli, þar sjást aðeins snarbrattar
hamra-hliðar, sem jökullinn hefir ekki náð að festast á. fá er

17

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free