- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
266

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

266

Unclirlendi.

Hvalsíki selveiði nokkur, en torsótt er að nota þessi
hlunn-indi sakir fjarlægðar frá bæjum, hættulegra stórvatna og
blautra ósa. Skipströnd hafa verið tið við Skeiðarársand
og hætta búin skipbrotsmönnum, þó þeir komist í land,
fyrir brims sakir og öræfis. Nú hefir þar verið bygt hæli
fyrir skipbrotsmenn, vestan til á sandinum á Kálfafellsmelum
milli Nýjaóss og Rauðabergsóss. Af Stuilungu og öðrum
fornsögum sést að Skeiðarársandur og árnar þar hafar i
forn-öld verið með sama sniði einsog nú.

Vestur af Skeiðarársandi helst undirlendið óslitið
hérum-bil með sömu breidd (21 2—3—4 milur) vestur að
Höfða-brekkufjalli, yfirborð láglendisins er á þessu svæði alstaðar
þakið sandi, þar sem brunahraun hafa ekki runnið yfir, en
þau eru mjög víðáttumikil i þessum sveitum; láglendið
tak-markast að ofan alstaðar af bröttum móbergshliðum og
núpum, en fjöll þessi eru hvergi mjög há. Bygðin er
al-staðar fram með fjöllunum, eða þá nærri hraunröndum, þar
sem land hefir gróið upp, af því jökulkvíslar ekki komast
að til að spilla gróðri þeim, er upp vex. Undirlendi þetta
er neðan til aðeins 40—50 fet yfir flæðarmáli, en ofan til
næst fjöllum 100—200 fet.

Láglendið fyrir vestan Skeiðarársand, tungan milli
Núpsvatna og Hverfisfljóts, heitir F1 jótshverf i, fyrir neðan
bvgðina eru sandar og aurar og jökulkvíslir, sem sameinast
þar i lón og gljár. Sveitin er mjög sundurgrafin af vötnum.
hafa ár og eldar i sameiningu gengið svo hart að þessum
landskika, að graslendið á sléttu er hverfandi litið i
saman-burði við auðnirnar; verulegur gróður er hvergi, nema fram
með hliðunum, og litlar spildur í tungunni milli Brunnár
og Djúpár. þar standa tveir bæir. hinir eru allir undir
hlið-inni. Nyja hraunið, sem myndaðist 1783. nær inn í
Fljóts-hverfi að vestanverðu, en þar fyrir austan eru gömul hraun,
sem fallið hafa i tveim kvislum niður af hálendinu; þar
sem hraun ekki sjást ofanjarðar eru sandar og aurar úr
ánum. Hliðin fyrir ofan er öll úr móbergi og þar fyrir
ofan heiðar og hálsahryggir, sem fyr hefir verið lvst, þar
eru beitarlönd allgóð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0280.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free