- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
146

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

EldfjölL.

jöknlstykki á aurunum neðanundir Steinsholti og kringum
Jökulsá og þiðnuðu þau ekki upp á næstu tveim árum1).
Eftir fióðið og eldgosið kom mikil dæld í jökulinn, þar sem
gigurinn er. Oskufallið minkaði eftir nýár 1822, óx aftur
um lok júnimánaður n. á , en gjörði þó ekki neitt verulegt
mein. Eldurinn var uppi til ársloka og hvitar gufur sáust
enn upp úr jöklinum lengi eftir, jafnvel fram á árið 1826.
Vorið 1823 var gosstaðurinn skoðaður og sáu menn 1000
faðma langa gjá, 30 faðma breiða, sem gufur stigu uppúr,
og auk þess sáust reykir frá þrem öðrum stöðum, suðvestur
af gjánni.

Katla eða Kötlugjá liggur austarlega i Mýrdalsjökli i
dæld upp af skriðjökli þeim, sem gengur niður á
Mýrdals-sand, fyrir norðan Hafursey. Eldvarpið er milli gosa hulið
þykkum jökli og þekkja menn því litið. hvernig það er að
eðli og sköpulagi. Enginn hefir skoðað gjána eftir gos
nema Jón Austmann (1787—1858) prestur i Alftaveri2), hann
kom við fjórða mann að gjánni 12. ágúst 1823, eftir
nýaf-staðið gos, og sáyfirhana af nálægum tindi, þó mjög óglögt,
eftir lýsingu hans að dæma. Aðalgjáin gekk frá suðvestri til
norðausturs, en beygði svo til norðvesturs. hefir þvi liklega verið
skeifumynduð. Vel má vera að hér sé stór gígur undir jöklinum,
en að skeifulögunin hafi myndast, er jökullinn sprakk frá efra
barmi gigsins. Kringum aðalgjána voru ótal jökulsprungur
og jökullinn sumstaðar fallinn yfir hana; fi’á gjánni var krókótt
jökulgljúfur niður undir Hafursey, og hefir hlaupið 1823
liklega haft þar aðalframrás sina; Kötlujökull hafði allur
mjög sigið, sprungið i sundur og losnað við fjallshnúkana.

Katla hefir, svo menn vita. gosið 12 sinnum, siðan land
bygðist. Vér höfum áður stuttlega getið um hin mestu
jökulhlaup, sem eldgjá þessi liefir orsakað. en hér munum
vér telja gosin og geta um öskufall. Hið fyrsta Kötluhlaup,
sem söguleg’ vissa er fyrir, mun hafa orðið 1179, en liklega
hefir gjáin gosið nokkrum sinnum áður á sögu- og land-

I

’) Safn til sögu Islands II, bls. 555—556.

2) LandfræDissaga IV. bls. 77—78.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free