- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
171

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Askja.

171

óhljóðin heyrðusfc langa leið. Brennisteinn var seztur
kring-um marga af hverum þessum og gulgrænar
brennisteins-skellur eru þar hór og hvar upp eftir öllum hömrunum við
jarðfallið, og kom þar gufa úr hverri sprungu. Arið 1884,
þegar Þorvaldur Thoroddsen kom þar, var orðið mikið
breytt, vatnið hafði stækkað mjög, fylti nú allan botn
jarð-fallsins og var orðið 5 þúsund álnir á lengd, en yfirborð
þess hafði hækkað um 260 fet, hiti þess var þá 14° C.
Siðan hefir vatnið kólnað og hækkað, svo það fyllir nú
(1907) jarðfallið að mestu leyti og leggur þegar frost er.

A norðausturbarmi jarðfallsins er gígur sá, sem gaus
hinum mikla vikri yfir Austurland 29. marz 1875. Gigurinn
er að utan mjög fiatvaxinn, myndaður úr þornaðri vikurleðju,

F. Johnstruj)

90. mj’nd. Pverskurður af vikurgígnum á rönd niðurfallsins í Öskju.

er hann að ofan aðeins 40 fet yfir hraunsléttuna i Öskju,
en miklu hærri þeirn megin, sem veit niður að jarðfallinu;
opið er 300 fet að þvermáli og 150 fet á dýpt. Milli
gigs-ins og jarðfallsins hefir bergið klofnað af ótal sprungum og
myndar stalla niður að botni jarðfallsins, er alt þetta hulið
vikri, sundursoðnir sprungubarmarnir og alt bakað saman.
1 botninum á vikurgignum var 1884 vellandi hvit-blágræn
leðja; upp um gat suðaustan til í botninum kom digur
gufu-súla hvæsandi og organdi og tvær minni norðar, auk þess
komu fram reykir hér og hvar um sprungur og göt í
lilið-unum. Þegar Johnstrup kom þar 1876, komu eintómar
gufur úi’ gig þessum, en síðan varð liann vellandi leirhver
einsog Yiti hjá Kröflu var forðum. Gos, sem hið sama ár

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free