- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
212

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

212

Hverir.

mislitar, leðurkendar skorpur og skófir. sem hafa mikil áhrif
á myndun hverahrúðursins, en slíkt hefir enn alls eigi verið
rannsakað á Islandi1). Djralif lauga hefir heldur ekki verið
kannað og er þó eflaust i þeim jmislegt af smádjrum,
skor-djralirfur sjást stundum i moðvolgum laugum, og
vatna-bobba (Limnæa) hefi eg fundið lifandi i 50° heitu vatni.

Geysir er frægastur og merkastur allra hveraá Islandi.
hann er undir Laugarfjalli (Eyjarfjalli), nærriHaukadal, ofarlega

r

i Arnessjslu, 376 fet yfir sjó. Laugafell (eða Laugarfjall) er
litið fell úr lipariti, 596 feta hátt yfir fjörumál, 220 fetum
hærra en hverirnir, það er viða sundursoðið af hveragufum,
einstakt við mjrlendi og bratt að vestan. Austan og sunnan
undir fellinu. milli þess og ársprænu, sem heitir Beiná, eru
hverastæði mikil og hverahrúðursbreiða, en nyrzt á henni
og austast er Geysir, liann ber hærra en landið í kring, af
þvi hann hefir hlaðið undir sig miklum hverahrúðri.
Hrúður-strjta Geysis er flatvaxin, en mjög reglulega mynduð, rúm
20 fet á hæð og um 200 fet að þvermáli, og hallast austur
og norður 9—10°, en til suðurs og vesturs 7 Ofan á henni
er kringlótt dæld, einsog flöt undirskál. full af vatni, nema
rétt á eftir gosum. Skálin er 58 fet að þvermáli og 6—7
fet á djpt; niður úr henni miðri gengur pipa, sem er 10
fet að þvermáli ofan til, en þrengist nokkuð er neðar dregur,
hún er rúm 70 fet á djpt, en úr henni ganga æðar og
sprungur djpra niður. Smá skörð eru i skálarbarminn hér
og hvar og þar rennur vatnið útúr. einkum austur úr, niður
i Beiná. A undan gosum heyrast dunur og dynkir
neðan-jarðar, gufurnar aukast. vatnið bólgnar upp og sjður út af
skálarbörmunum, alt i einu þeytist vatnsstrókur þráðbeint
i loft upp, siðan annar upp fyrir hinn og svo koll af kolli.
Vatnsstrókarnir sjást innanum gufuna einsog beinir stöplar.
sem stiga hærra og hærra og keppa hver við annan, en alt

Í National Park í Ameríku hafa verið giörðar fróðlegar
rann-sóknir í því efni. W. H. Weed \ Formation of travertine anJ siliceous
sinter by the vegetation of hot springs (IX. Annual Report U. S.
Geological Survey. Washington 1889, 4°, bls. 613—676).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free