- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
276

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

276

Surtarbrandur.

mönnum óræka vitneskju um aldur hinna islenzku
blágrýtis-myndana i hlutfalli við aðrar jarðmyndanir hér á landi og
erlendis, þvi dýrasteingjörvingar hafa enn eigi fundist i
blágrýtisfjöllum Islands.

f>ó er annað atriði, sem líka gefur nokkrar bendingar
um aldurshlutföll hinna eldri gosmyndana á íslandi og
hlut-fall þeirra við yngri myndanir, það eru »gangarnir«.
Blá-grýtishellan hefir sprungið á ótal stöðum, og upp um
gluf-urnar hefir af miklum þrýstingi eldleðja innan úr jörðinni
brotist og storknað i rifunum. Langflestar sprungurnar
hafa myndast og fylst eftir að blágrýtishellan öll var
full-ger, en til eru einnig ýmsir aðrir gangar, sem hætta fyr á
ýmsri hæð, og má af þeim ráða ýmislegt, er snertir
aldurs-hlutföll hinna einstöku jarðlagspalla, bæði i blágrýtisfjölluni
og yngri fjöllum.

Surtarbrandur. Milli blágrýtislaga á mótum bergstall-

r

anna finnast eigi óviða á Islandi þunnar, kolsvartar og
gljáandi tréfjalir, fiögur og flisar, stundum með kvistum og
öngum; tréð er stöku sinnum ennþá svo seigt og
saman-hangandi, að úr þvi má smiða ýmislegt. Petta eru leifar
fornra tréstofna, sem ofurþungi hamranna, er ofan á liggja.
heflr þrýst saman og flatt út, og kalla menn þetta
surtar-brand. I fornöld hafa menn líklega hugsað sér, að tré þessi
væru brunnin og sviðin i Surtarloga. Surtur jötunn átti
sem kuunugt er að riða sunnan úr Múspellsheimi og brenna
jörð alla; það hefir ef til vill verið skoðun manna, að hann
væri nokkurskonar elds- og undirheimagoð og liklega
eitt-hvað riðinn við hraun og eldgos, þess vegna heitir hinn
stærsti eldbrunahellir á Islandi Surtshellir, enda fór
Por-valdur holbarki þangað »ok færði þar drápu þá, er hann
hafði ort um jötuninn í hellinum*1). Sumstaðar liggur
surtarbrandurinn beinlinis i þunnum fiisum milli klettalaga,
en oftast fylgja honum þó leir- og molabergslög, dökkar
leirflögur, sandlög og vikurlög, stundum lika mókolalög.
A Vestfjörðum eru surtarbrandsmyndanirnar langmestar og

’) Landnáma (1843) bls. 199.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0288.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free