Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
548
Fiskar.
þessu veldur, aö sjódýralífiö er miklu kuldalegra við
Austur-land en á sama breiddarstigi austan hafs i Noregi.
Ef vér þá nánar athugum útbreiðslu fiskategundanna við
strendur Islands uppi á grunnsævispallinum, þá leynir það sér
ekki, að það fylgir hinum sömu lögum einsog dýralifið neðar i
sjónum og plöntu- og dýrarekið á yfirborði. Sunnan og
vest-an við Island er fiskalifið langfjölskrúðugast og þar hrygna
flestar þær fisktegundir, sem þýðingu hafa fyrir Islendinga,
og má því heita, að þeir eigi þar heima, en flestir þeirra
eru farfiskar ög ganga lika upp að öðrum ströndum landsins.
Ad. S. Jensen.
173. jnynd. Rhodiclithys regina.
Nokkrar tegundir hafa þó hvergi fundist annarstaðar en
sunnan og vestan við landið, t. d. spæriingur (Gadus
Es-marJci), lýsingur (G. poutassou), blálanga (Molva byrkelange),
stórkjafta (Zeugopterus megastonia). sænál (Nerophis œquoreus),
geirnefur (Scomberesox saurus), hafmús (Chimæra monstrosa),
urrari (Trigla gurnhardus), grænn marhnútur (Cottus bubalis),
tegundir af Liparis og Gobivs, silfurfiskur (Argyropélagus
01-fersii) og ýmsir fleiri sjaldgæfir, suðrænir úthafsfiskar, sem
við og við veiðast eða reka. Þá má einnig geta þess, að
allmargar fisktegundir eru langalgengastar við Suðurland og
suðvesturstrendur, þó strjálingur af þeim komi lika
annar-staðar; meðal slikra fiska má nefna þessa: langa (Molva
vulgaris), keila (Brosmius brosme), lýsa (Gadus merlangus),
’) Joh. Schmidt: Fiskeriundersögelser 1903, bls. 18-27.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>