- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
537

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

537

skerjasteinbítur (Centronotus gunellus), karfi (Sebastes
mari-nus) o. fl. Auk þessara fisktegunda er við Suður- og
Yest-urland grúi hinna algengu matfiska, sem líka veiðast
kring-um land alt, t. d. þorskur, isa, ufsi, flyðrur, kolategundir
ýmsar, skötur o. fl., flestir þessir fiskar halda sig nærri
ströndu fyrir innan 100 faðma dýpi, nokkrar tegundir eru
þó oftast dýpra, t. d. keila, langa, flyðra og skata.

Auk djúpfiskanna, sem fyr var getið, eru ýmsar
teg-undir einkennilegar fyrir kalda sjóinn eystra og nyrðra,
meðal þeirra má nefna marhnútsfiskana Triglops Pingelii og
Agonus decagonns, ennfremur Artediellus uncinatus og
flekkja-sili (Lunipenus macidatus); pólþorskurinn (Gadus saicla) hefir
lika veiðst við Norður- og Austurland og norðantil við
Yestfirði og gýtur þar liklega i kalda sjónum, við
Suður-land mun hann vera mjög sjaldgæfur; mjóri (Lycodes Vahlii)
er líka algengastur fyrir norðan og austan og fyrir austan
hefir lika mest veiðst af úlfsteinbít (Anarrhichas latifrons).
Yið Norður- og Austurland eru hákarlar einnig mjög
al-gengir, ennfremur loðna, hlýri, skrápkolar og tindabikkjur.

A vetrum og útmánuðum leitar mikill sægur fiska upp
að ströndum Islands til að gjóta, æxlunareðli þeirra er
nokkuð mismunandi, en flestir þurfa að komast upp á
grynn-ingar, upp á grunnsævispallinn, til þess að hrygna; ef eggin
eða hrognin eiga að geta frjófgast og ungast út, verður
hit-inn að vera hentugur og sævardýptin mátuleg og næg fæða
fyrir ungviðin, meðan þau eru á yngsta skeiði. Fiskeggin
eða hrognin hafa mismunandi eðii. hrogn sumra
fiskateg-uuda ungast út á botni og festa sig þar við ýmsa hluti,
steina, þang o. fl , svo er um hrogn síldar, loðnu, sandsila,
hrognkelsa, marhnúta, skerjasteinbita, mjóna, flekkjasila og
nokkurra fleiri tegunda. Onnur egg frjófgast og ungast út
syndandi á reki i sjónum, t. d. hrogn þorska, isu, lýsu,
spærlings, löngu, keilu, kolategunda, stórkjafta, urrara o. fl.
Einstöku fiskar fæða lifandi unga, einsog karfinn. A
rann-sóknaskipinu »Thor« urðu menn þess varir, að fljótandi hrogn
héldu sig öll á vissum stöðvum við strandleygjuna og
fund-ust aðeins fyrir innan dýptarlínu 150 faðma. Hin syndandi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0549.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free