- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
551

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

551

veiðst á 290 faðma dýpi. Artediéllus uncinatus hefir veiðst
fyrir norðan og austan á 114—149 faðma dýpi, lifir
ein-göngu i köldu vatni og er algengur við austurströnd
Græn-lands. lcelus bicornis veiddist á Ingólfs-leiðangri við
Vest-firði á 96 faðma dýpi og við Skaga nyrðra á 44 og 114
föðmum. Triglops Pingelii hefir veiðst við Norðurland,
Aust-firði og Vestfirði i fremur grunnum sjó; þessi fiskur á lika
heima i kalda sjónum og allar liinar 5 siðastnefndu tegundir
hafa lika veiðst við austurströndu Grænlands. Urrari
(Tri-gla gurnardus) á heima i volga vatninu við suðvesturströnd,
veiðist stundum við Vestmannaeyjar og á Faxaflóa og hefir

182. myntl. Urrari (Trigla gurnardus).

rekið á Eyrarbakka og á Landeyjasandi. Broddamús
(Ago-nus cataphractus) er algeng við Suður- og Vesturland á
sand- og leirbotni, oft grunt, á 2—5 föðmum, stundum þó
dýpra, hrygnir lika á því svæði; nyrðra og eystra mun
broddamúsin vera sjaldgæf. Tistrendingur (Agonus
decago-nus) á heima i kalda vatninu fyrir austan land og hrygnir
þar, heldur sig mest á 80—85 faðma dýpi, en þó lika
nokk-uð grynnra og dýpra. »Multe« (Mugil clielo) er algengur
fiskur i Miðjarðarhafi og við strendur Frakklands og
Eng-lands, er stundum i stórum torfum og veiðist lika alloft
við Danmörk og Noreg. fessi fiskur veiddist fyrst á
Is-landi við Gamlahraun hjá Eyrarbakka 1904 og svo
nokkr-um sinnum siðar;1) er ef til vill ekki óalgengur farfiskur

’) Bj. Sæm. í Vid. Meddel. Nat. Foren. 1907, bls. 26-27. Skýrsla
mUtúrufræðisfél. 1907, bls. 29.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0563.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free