- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
20

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

20

Abiið landsins

flutt sig í fiskihverfin við Tsafjarðardjúp, Jþótti þar betri
afkoma. Blómlegar bygðir á Búrfellsheiði upp af f’istilfirði
og á Axarfjarðarheiði lögðust i eyði um 1870 af
harð-indum og Ameríkuferðum. Pá hafa einnig á seinni árum
nokkrir bæir upp af Bárðardal verið yfirgefnir. Yfirleitt
hefir bæjum á hálendisröndinni og i efstu dölum mjög
fækkað síðan í fornöld og hefir sú fækkun ekki öll verið
náttúrunni eða árferðinu að kenna. Sumar bygðir hafa
líklega ej^ðst i svartadauða, þó menn ekki hafi vissar sagnir
um, hverjar þær voru; sumar hafa verið yfirgefnar i
hörð-um árum. en meginið hefir líklega lagst i eyði af breyttum
búnaðar- og lífernisháttum, vinnukrafturinn varð djrari og
kröfurnar til lífsins meiri, en fjöldi fólks sótti til sjóarins
til fiskiveranna, eftir að skreiðin varð helzta
verzlunar-varan.

Af fornum eyðibygðum má nefna nokkrar til dæmis.1)
Upp af Jökuldal og Hrafnkelsdal voru miklar bygðir, og
rústir sjást líka hér og hvar um Möðrudalsöræfi; i
Króks-dal við Skjálfandafljót var blómleg bygð til forna,
enn-fremur voru allmargir bæir, sem nú eru i eyði, i
í’egjanda-dal upp af Grenjaðarstað, i Timburvalla- og
Bleiksmýrar-dal upp af Fnjóskadal; upp af Skagafjarðardölum eru viða
rústir og nær alstaðar má sjá leifar selja og heiðarbýla i
afdölum og nærri þeim. A Suðurlandi voru alþektar
forn-bygðir i Langavatnsdal. i Geitlandi, i Pjórsárdal og á
f*órs-mörk, ennfremur sjást miklar bæjarústir um afrétt
Hruna-manna og jafnvel norður á Kjalvegi. Eins og fyrr var
getið, hafa allmargar bygðir syðra eyðst af eldgosum og
roksandi og af jökulhlaupum og ágangi vatna. Um miðja
17. öld og i byrjun 18. aldar eyddust margir bæir i
Keldu-hverfi, sökum þess að Jökulsá tók af slægjur þessara jarða;
þær lágu i ósalandinu fyrir neðan bygðina.

Það eru eigi aðeins afdala- og heiðabj’gðir, sem hafa
lagst i eyði; fjölda margar jarðir í miðjum bygðum, og
sumar góðar, hafa fyrr og síðar verið yfirgefnar af ýmsum

Um ej’ðibygðir er nánar talað í Fei ðabók minni á víð og dreif

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free