- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
22

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22 Abiið landsins

211 eyðijarðir;x) þá var 601 þjóðjörð i eyði. en ábúendur
þjóðjarða voru þá 1,218. Ekki heíir eyðijörðum fækkað
siðan og ef allar bæjarrústir eru taldar, sem menn vita af,
væri ekki ótrúlegt þó á væri gizkað, að enn mætti finna
menjar 3—4 þúsund eyðibýla á landinu öllu hátt og lágt.2)
fetta virðist æði agalegt. ef eyðibæirnir eru meira en
þriðj-ungur allra bæjarstæða á landinu. fetta þarf þó nánari
athugun; ýmsar orsakir gera eyðibæjatöluna nokkuð hærri,
en hún er í raun og veru. Meginþorri eyðibæja mnn.
einsog fyrr var á drepið, hafa verið heiðabýli eða hjáleigur,
sem menn j-firgáfu, þegar óáran eða sjúkdómar minkuðu
bústofn og vinnukraft, svo fátæklingar, sem á býlunum
bjuggu, gátu eigi lengur komist af, en flýðu til sjóar eða
í vinnumensku. Pó kot þessi eigi væru spilt að graslendi
eða landkostum, hafa engir fengist til að búa á þeim; það
þurfti nokkur efni til að byggja upp fallinn bæ og kaupa
áhöfn á slíka jörð, en efnamönnunum stóðu til boða betri
jarðnæði, þeir vildu ekki setjast að á afskektum
harðinda-býlum. Sveitabændum þótti ekkert að þvi, þó smábýlum á
afréttum og í afdölum fækkaði, þá var beitiu meiri fyrir
þeirra fé; hafa bændur fyrr og síðar, og alt til þessa, jafnan
lagt á móti því, að eyðibýli væri tekin upp eða nýbýli bygð
fyrir ofan sveitirnar. bæði af fyrrgreindri orsök og líka af
þvi, að þeir voru hræddir um, að fátæklingar í slíkum
kotum freistuðust til hvinsku og legðust á afréttarfé, en
örðugt að hafa umsjón með þeim; heiðabændur hafa því
oft verið grunaðir um sauðatöku, þó þeir væru saklausir;
en það hefur lika stöku sinnum komið fyrir, að þeir voru
sumir ófrómir.3) Stundum hefur komið fyrir, að hjáleigur
hafa verið lagðar i eyði til að rýma um á heimajörðinni, ef

J. Johnsen’s Hugvekja um þinglýsingar, jarðakaup o.fl. Kmhöfn.
1840, bls. 236.

») Um eyðibæi sjá O. Olavii oekon. Hejse bls. 60, 159. 215. 263,
326, 387, 477, 657. Fjölnir V. bls. 9, 22—23. Gl. Félagsrit IV, bls. 176.

3) Pessa er líka getið í fornsögunum. í Vígaglúms sögu (Rvík
1897, bls. 47) er t. d. getið um Hallvarð leysingja á Tjörn í E^’jafirði,
sem var »mjök svá hendisamr í afréttum«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free