Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
48
J arðabygging
setum sínum kúgildi. þegar þeir áttu jarðir; en sumir áttu
aðeins lausafé og leigðu ýmsum mönnum kúgildi á víð og
dreif, sem þá stundum hafa verið landsetar annara, og
borið hefir við, að sumum jarðeigendum og prestum og
öðr-um, sem litil efui höfðu, hefir þótt það borga sig að taka
kúgildi á leigu. Kúgildin voru þá upprunalega lán tekin
af frjálsum vilja. A seinni öldum hefir orðið gjörsamleg
breyting á þessu, nú eru innstæðukúgildi á flestum jörðum,
föst við jarðeignina og vanalega rnetin með henni, en
lausakúgildi þekkjast varla. Pó eru kúgildin ennþá eigi
alstaðar föst, þau hafa oft verið seld frá jörðum og sumar
eru alveg kúgildalausar, einkum þar sem bygð hefir verið
breytileg, þannig eru óviða kúgildi á Hornströndum.1)
Leigukúgildi voru þegar á miðöldum algeng viða um
Norðurálfuna, sérstaklega voru það klaustur og klerkar,
sem bygðu mönnum kúgildi; kirkjan fékk oft k);r að gjöf
og gat ekki hagnytt sér þær allar nema með þvi að leigja
þær bændum, var þá vanalega áskilið að menn auk leigu
endurnýjuðu kúgildin. Petta voru á Þýzkalandi kallaðar
»eiserne Kúhe« (járnkýr), i Danmörku »udödelige Köer«
eða »Holdsfæ«. I jarðabók biskupsstólsins i Hróarskeldu
1370 eru kúgildi oft nefnd. Eftir siðabótina fækkaði
kú-gildum fljótt i Danmörku og tókust brátt alveg af, nema
hvað sá siður hélzt sumstaðar fram á byrjun 18. aldar, að
vinnumenn, sem áttu gripi, leigðu þá húsbændum sinum og
tóku leigu eftir, árlega 10. hluta af kýrverðinu og kemur
r
það alveg heima við hina fornu kúgildaleigu á Islandi.2)
A Englandi höfðu leigukýr tíðkast frá ómunatið á mörgum
jörðum og héldust þar viða kúgildi fram á 18. öld, en
eig-andi bar að nokkru ábyrgð á leigufé leiguliða.3) far voru
r
10 ær metnar á við eina kú, á Islandi 6. Er ekki óliklegt
að kúgildasiðurinn upprunalega hafl komið til Islands frá
Bretlandi einsog svo margt annað.
’) Ferðabók í\ Th. II, bls. 91.
2) C. Christensen -. Agrarhistoriske Studier I, bls. 61.
s) J. Th. Rogers: Six centuries of work and wages. London
1906. bls. 94-95, 280. 284—285.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>