Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
190
Afréttir
eign heilla sýslufélaga eða héraða.1) Hreppsnefndir ákveða
takmörk milli afrétta og heimalanda, og i sumum héruðum
kjósa hreppsmenn kunnuga menn. 3 eða fieiri. til að ákveða
þessi takmörk, því þau hafa viða verið óglögg frá
önd-verðu. Sumar sýslur hafa þrönga afrétti i bygðafjöllum og
dölum þeirra, en þær sýslur. sem liggja að aðalhálendinu,
hafa vanalega viðáttumikla afrétti, sem eru samanhangandi
við öræfin og ná oft úr bygð upp til miðjökla. Ekki fer
þó nytsemin altaf eftir stærðinni, því mikið af þessum
víð-lendum eru gróðurlaus klungur, hraun. sandar og urðir,
samt verður líka að leita auðnirnar, þvi féð hleypur eftir
jurtanælingi langt upp á öræfi.2) Hinir eiginlegu afréttir eru
nær bygðum á heiðum og í daladrögum.
Einn hinn stærsti afréttur norðan jökla er afréttur
Suður-Pingeyjarsýslu, sem tekur yfir landspilduna milli
__r
Skjálfandafljóts og Jökulsár á FjöllUm, Odáðahraun og
ör-æfin öll suður i Klofajökul. Par eru fjallleitir langar og
torsóttar. Odáðahraun er leitað i þrem flokkum,
Mývetning-ar fara upp á Heilagsdal og þar fram um Utbruna alt
aust-ur i Hvammfjöll, reka siðan féð í Suðurárbotna og Sellönd,
þar er rétt og þar hittast menn. Þeir 20, sem leita
Fram-bruna, fara fyrst upp á Kolmúladal, siðan í röð hver suður
af öðrum alt upp í Dyngjufjöll vestari; leitar hver á sinu
svæði, er fyrst leitað hið syðra. svo hið nyrðra, og alt
sið-an rekið i Sellönd. S}Tðstu leitirnar eru örðugastar, og eru
eigi hafðir aðrir en efldir karlmenn til þeirra. E,íða þeir
fyrst upp í Yxnadal og eru þar nótt, siðan suður i
Yonar-skarð og þaðan aftur um kvöldið i Hitalaug, leita þeir all-
r
ar hagatægjur vestan i Odáðahrauni alt suður i
Hraunár-botna og Gæsavötn, og eru 6 daga á ferðinni. Þeir
Eárð-dælingar, sem búa vestanfljóts, leita að vestanverðu suður
um Sprengisand, fara suður i Nýjadal og að Pjórsárkvísl-
J) Stjórnartíðindi 3, 1892, bls. 140-141.
2) Fé af Mývatnsöræfum hefir fundist við Laugafell upp af
Skagafirði, og hrútur og sauður komust þvers yfir landið suður í
Holtamannahrepp. Ferðabók Th. I, bls. 359.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>