- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
208

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

208

Sel

Sarpi i Skorradal, þar hefir vist aðeins verið eitt hús, þvi
sagt er: »selit var gert um einn ás, ok lá hann á
gaflhlöð-um ok stóðu út af ásendarnir, ok var einart þak á húsinu
ok ekki gróit*. Par voru 5 menn í selinu, en fólk var líka
heima á bænum i Vatnshorni.1) I Glúmu er talað um sel
á Mjaðmárdal, og i Ljósvetniugasögu er getið um sel, er
Porkell hákur átti i Ljósavatnsskarði. Porsteinn i Saurbæ
var i seli i Kúvallardal, er þeir Hörður ætluðu að
heim-sækja hann.2) I Ornólfsdal er talað um sel, og var þar tlest
fólkið, en mannfátt heima; eins var sel á Langavatnsdal
og hét þar á Þorgilsstöðum, og var þar mikið af
stóðhross-um á beit, er Gunnlaugur ormstunga kom þangað.3) Af
Hrafnkelssögu má ráða, að þá hafi eigi aðeins verið sel
of-arlega i Hrafnkelsdal, sem hét Grjótteigssel, heldur einnig
önnur sel viða um dali og heiðar i nánd.4) I Kjarradal
segir Heiðarvigasaga að allir bændur úr Hvitársiðu hafi
haft selfarir,5) og er það eðlilegt, því þar eru enn mjög
grösug beitarlönd upp á Tvídægru; milli Kjarrár og
Lamb-ár er nú afréttarland, sem Gilsbakkakirkja á og leigir
Bæj-arsveit til uppreksturs; þar sem Langavatnskvisl kemur i

r

Kjarrá er ágætt hagapláss, sem heitir Starir. I
Biskupa-sögum er getið um sel frá Hólum i Hjaltadal, og voru þar
»nokkurar konur til at heimta nyt af fé«, »en karlmenn
voru engir viðstaddir, voru þeir farnir at samna sauðum«.6)
Bendir þetta á, að allmargt fólk liafi verið i selinu. Bæði
þessir og fleiri staðir í sögunum s)fna, að selin hafa verið
nokkurskonar sumarbústaðir og eigi mjög fjarri bæjum

*) Laxdæla (1895) bls. 175, 204.

2) Glúraa (1897) bls. 43, 44. Reykdæla (1896) bls. 87.
Ljósvetn-ingasaga (1896) bls. 62. Harðarsaga og Hólmverja (1891) bls. 57.

8) Hænsna-Pórissaga (1892) bls. 33.. Gunnlaugssaga ormstungu
(1893) bls 13. Sumir hafa á sumrum búið í tjaldi, þess er t. d. getið
um Jófríði Gunnarsdóttur, að hún »átti sér tjald úti, þvíat henni þótti
þat ódaufiigra« (Hænsna-fórissaga s. st.).

4) Hrafnkelssaga (1893) bls. 6, 7.

6) VTígastyrssaga og Heiðarvíga (1899) bls. 64.

0) Biskupasogur I, bls. 189.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free