- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
318

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

318 Sauðfjárrækt

tilskipun um sauðfjárrækt 2. marz 1776, þar er mönnum
boðið að bæta fé sitt með góðu hrútavali og sjá um að
hrútarnir séu af góðu kvni og vel aldir, þar er líka lagt
ríkt á, að menn byggi betri fjárhús og hótað sektum. ef
ekki er hlýtt.1) Magnús Ketilsson sýslumaður (1732 — 1803)
mun hafa verið hinn fyrsti sem i verkinu reyndi að bæta
innlent fé með úrvali. sem hann kallar »framtimgun«.
Magn-ús Ketilsson segir, að hver maður geti bætt sitt eigið
fjár-kyn með þvi að velja úr fé sínu þrifa- og mjólkurær til
undaneldis af hraustu og hörðu kyni, happagóðar til
timg-unar, þvi óhöpp eru ættgeng sem aðrir ókostir, ær þessar
skal ala vel og nota aðeins hrúta undan þeim, sem lika sóu
vel aldir. en gimbrum undan þeim hleypti hann ekki til
fyr en á þriðja vetri. Pessum stofni hélt hann við og jók
á sama hátt. Ef sex ær eru þannig aldar til undaneldis,
vill hann gefa þeim kýrfóður af heyi frá veturnóttum til
krossmessu og segir að engin kýr mjólki þá á við þær.s)

r

A fyrri hluta 19. aldar var mest fengist við kynbætur
i Múlasýslum, þá myndaðist meðal annars Jökuldalsféð, sem
Í3Trr var umgetið, en sem nú kvað að mestu vera úr
sög-unni. Um miðja öldina fengu margir Pingeyingar sér hrúta
af því kyni og varð það þeim einum að liði, sem vel kunnu
með að fara, »því þetta fjárkyn þurfti gott uppeldi og
um-hyggjusama meðferð, ef það átti eigi fljótt að úrkynjast
bæði að vexti, ull og mjólk«.8) Eftir miðja öldina tóku
fing-eyingar rösklega til starfa i þessari grein fjárræktarinnar
og um 1855 var stofnað fjárræktarfélag i Bárðardal i
mörg-um deildum. I Þingeyjarsýslu hafa siðan. mest fyrir
fram-kvæmdir einstakra manna. myndast ýms fjárkyn með
sór-stökum einkennum og kostum og hefir þeirra fyrr verið
getið (Möðrudalsfé, Fjallafó, Baldursheimsfó). Ur Pingeyj-

Lovsamling for Island IV, bls. 202—205.
®) M. Ketilsson: Undirvísun um þá íslenzku sauðfjárhirðing.
Hrappsey 1778, bls. 8—9 og víðar.

’) I’járbæklingur. Akureyri 1855, bls. 10. Ymislegt um innlendar
kj’nbætur á seinni hluta 19. aldar og á 20. öld í bæklingi Jóns H.
forbergssonar, Kynbætur sauðfjár 1915, bls. 49—64.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0336.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free