Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
320
Sauðfjárrækt
staðfestu. Varla mun hægt að byggja miklar vonir á áhrifum
frá aðfluttum útlendum kynjum til langframa, nema hin mesta
nákvæmni og ágæt hirðing sé samfara gegnum margar kyn-
slóðir. Auk þess er sýkingarhættan jafnan mikil, reynslan
sýnir lika að allar skepnur á afskektum eyjum. og plöntur
lika, eru móttækilegri fyrir næma sjúkdóma en á fastalönd-
unuin. Með lögum 17. marz 1882 var bannað að flytja til
íslands útlent kvikfé, en sérstaka undanþágu mátti þó gera
með stjórnarleyfi gegn varnaðarreglum og tryggingu. Þess-
um lögum var dálítið breytt með lögum 10. nóv. 1905 og
9. júlí 1909, alidýrunum smátt og smátt fjölgað. sem bann-
að var að flytja, svo nú má eigi flytja nautgripi, sauðfénað,
hesta, svín, geitur eða hunda inn i landið.1)
t
Tilhleyping. Fengitimi sauðfjár á Islandi er að
vetrar-lagi, vanalega um jólaföstu eða miðjan desember eða nokkru
seinna, og er hleypt til viku eða tveim vikum fyr eða siðar,
eftir þvi sem hagar til i hverju héraði, samkvæmt
vana-legu veðráttufari að vorinu; þar sem vorar seint er eðlilega
hentugt að ærnar beri seint. Fæstir hleypa til fyrr en í 9.
viku vetrar og fæstir síðar en i 11. viku, svo
sauðburður-inn byrjar samkvæmt því í maimánuði. i 3. til 5. viku
sum-ars.8) Víðast mun venjan að hleypa til i 10. viku vetrar
eða siðast i desembermánuði og byrjar þá sauðburður i
miðjum mai. Til ánna á 2. vetri er venjulegt að hleypa
viku seinna en til hinna eldri, lambgimbrar láta forsjálir
menn aldrei fá Ærnar ganga með í 20 vikur og rúmlega
það, alt að 21 viku; mjög sjaldgæft að þær gangi með á
22. viku. Meðan ærin gengur með fóstur sitt, verður hún
að hafa gott og nægilegt fóður, »hún má eigi vera lakar
fóðruð en svo. að hún sé brúnslétt um sumarmál og að
l) Sbr. Hætta af innflutnÍQgi sauðfjár (Búnaðarrit XXX, 1916,
bls. 279 — 283). P. Z. um lög gegn innflutningi á kvikfé (Lögrétta
1915, nr. 12, bls. 47—48). Sigurður Einarsson: Innflutningur sauðfjár
(tslendingur I, Akureyri 1915, bls. 13).
s) Pað er víðast siður, að ær fari að bera er líður á 4. viku
sum-ars. í Pingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu f’ara ær allvíða að bera með
3. sumarvikunni. Jón H. Porbergsson: Kynbætur sauðfjár bls. 93.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>