- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
335

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sumarnytkun ásauðar

835

með dilk nema í Vestmannaeyjum og i fáeinum eyjum
oðr-um.1) Ær eru enn allvíða mjólkaðar í öðrum löndum
Ev-rópu, einkum sunnan til i álfunni. og algengt er það enn
í Austurlöndum 2) Hvernig ærnar mjólka er mikið komið
undir mjaltakonum. nákvæmni þeirra og handlægni, en
ill-ar mjaltakonur eru hið mesta skaðræði3)

Hve mikið ærnar mjólka um sumarið er efiaust nokkuð
mismunandi i ýmsum héruðum eftir landkostum og meðferð
á fénu. Mjólkurhæð ánna hefir enn mjög litið verið
rann-sökuð og eru allar líkur til, að ær geti mjólkað miklu meira,
en menn ætla, ef vel væri með þær farið.
Búfræðishöfund-ar 18. aldar reikna ærnytina yfirleitt mjög háa. A
Vest-fjörðum hefir jafnan verið gott mjólkurfé, en þó virðist það
öfgum næst eftir nútiðarreynzlu. er Björn prófastur Hall
dórssson segir um ærnytir vestra í hans daga; hann segir
að ær mjólki alment pott á dag, þar sem fó er ekki
mag-urt, i 3 mánuði, júlí, ágúst og september og leggur það
ofan á, sem ærin hefir mjólkað með lambi i júni, telur hann
því almenna ærnyt 90 potta. Pó segir hann að sumar
mjólki miklu betur: »Einn bóndi hér í s}’slu, réttorður
maður, s^n bjó á vetrarríkis jörð, og fóðraði ásauð á heyi
allan vetur, en beitti þá á skógarbrum, er veður var gott,
sagði mér, að hann hefði átt á, sem mjólkaði 5 merkur i
mál, það er 5 potta á dag. en margar sagðist hann eiga,
sem mjólkuðu 4 merkiir, en hann hafði bezta beitarlaud«.4)
Gæta verður þess, að þá var mjög mikið hugsað um, að
fá sem mesta mjólk úr ánum, þær efiaust af góðu
mjólkur-kyni, stríðaldar og mjólkaðar fram á nýár sumstaðar. Björn
Halldórsson getur á sama stað um bónda, sem fekk mörk
mjólkur úr sinum beztu ám degi fyrir nýár, og var þeim

l) Yeterinair-Selskabeta Skrifter I, 1808, bls. 175, 178.

s) Jósef J. Björnsson: Mjólkurfé (Freyr V, bls. 81—84). Guöm.
Einarsson-. Um sauðfénað, bls. 21. Um mjaltir kvífjár (Fróði IV. 1883.
bls. 160-164). Um mjaltir ásauða í færikvíum í fjóðólfi IV. 1852, bls.
341. Búnaðarrit II, bls. 219-221.

3) Sbr. Gl. Félagsrit V, bls 104—105. Gestur Vestfirðingur I.
bis. 50.

4) Atli 1783, bls. 130-131.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0353.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free