- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
336

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

386

Sauðfjárrækt

þó aldrei gefið; annar bóndi tók 2 ær á gjöf á
Mikkaels-messu, gaf þeim til jóla og fekk af þeim mestallau timann
2 potta á dag. Magnús Ketilsson sýslumaður segir (1778).
»1 Norðurlandi, sórdeilis á útkjálkum, hvar sauðfé fjrir
vetr-arriki verður hartnær að gefa eins og kúnum, og hvar
fjár-hey oftast nær eru töðugæf og sumarhagar úrtöku góðir,
(þvi þetta þrent fylgist þar oftast að), þar mjólka ær
jafnaðar-lega á sumrum 2 merkur og þó oftar 3, en margar 4 og 5
merk-ur; en hér hjá oss (i Dalasýslu) þykir það góð ær, sem
mjólkar eina mörk i mál, og er þó orðin hartnær geld á
Mikelsmessu; en i Norðurlandi halda ær á sér fram undir
jól og er þar i sumum stöðum ekkert óvenjulegt, að 30
ær mjólki fulla fjórðungsfötu um og eftir veturnætunc.1)

Finnur biskup Jónsson segir lika, að ær i
Tsafjarðar-og Strandasýslum, sem eru vel haldnar, mjólki 2, jafnvel 3
merkur i mál. en ásauðir á Suðurlandi mjólki mjög litið, af
þvi svo illa sé með þá farið. »Hér má sauðfé, jafnvel á
megurðar- og landkreppu-jörðum, ganga úti gjafarlaust,
húsa- og hirðingarlítið, og það helzt þá mest áliggur, sem
er þá móti vorinu sækir, þvi þá er viða orðið heyjalitið;
en ei til vöktunar allviðast nema kvennfólk og unglingar,
þvi fært og fullorðið fólk er þá flest til sjóar komið.
Geng-ur því féð svo horað undan, að það varla eður ekki fæðir
lömb sin. og gjörir því ei á sumrin helmings, já þriðjungs
gagn við það. sem af þvi mætti hafa, ef betur væri með
farið«. Telur hann að syðra fáist allra mest 3 fjórðungar
smjörs undan ásauðarkúgildi, hálf tunna skyrs og hálf tunna
sýru.2)

Magnús Stephensen telur að magrar ær i slæmum
beit-arlöndum mjólki hálfan pott á dag, vel haldnar meðalær
einn pott, ær á stöðugri gjöf tvo potta og í hinum beztu
hóruðum jafnvel 3—4 potta á dag.3)

Magnús Ketilsson: Undirvísun um þá íslenzku sauðfjárhirðing.
Hrappsey 1778. bls. 13.

2) Atli og Búalög. Kmh. 1834. bls. 185-186.

3) Yeterinair-Selskabets Skrifter I, 1808, bls. 198-199.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0354.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free