- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
339

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sumarnytkun ásauða

339

fyr, að afarniikill mismunur er á nythæð ánna eftir beitar-

iandi, kynferði og meðferð. Pyrfti að rannsaka mjólkuraf-

/

rakstur ásauða miklu betur en gert hefir verið. A búnað-

arskólanum á Eiðum voru laust eftir aldamótin 130 — 150

ær, þær mjólkuðu að meðaltali 22—38 potta yfir sumarið.

Mórauð ær á forfinnsstöðum i Isafjarðarsýslu mjólkaði sum-

arið 1910 227 pd. (11372 pott) og var vorið þó óvanalega

hart vestra og sauðgróður kom seint. Mjólkurtafla yfir ær-

nytir var haldin á Skammadalshól i Mýrdal 1905—1912 og var

meðalærnytin öll árin 26 pottar, mest meðalnyt 3OV2 pt.,

minst 19 pt. I Langholti i Flóa mjólkuðu 70 ær 1913 frá

fráfærum til gangna til jafnaðar 31 pt. og 30 ær á öðru búi

t

á sama stað 33 pt. til jafnaðar.1) A Skíðbakka í
Austur-Landeyjum mjólkaði ein ær sumarið 1915 frá 10. júlí til 1.
ágúst um l1/* lítra á dag til jafnaðar og allan ágúst 1 litra
á dag, 5774 lítra á 52 dögum, allan mjaltatimann mjólkaði
hún 75 litra. Munurinn á mjólkurhæð áa er afarmikill. Páll
Zophóniasson segist þekkja bæ, þar sem ærnar mjólka að
meðaltali um sumarið 18 potta, og annan, þar sem þær að
meðaltali mjólka 85 potta og getur þó munurinn eflaust
verið miklu meiri.2) I Pingeyjarsýslu er viða gott
málnytu-land og mjólka ær þar miklu betur en syðre. Par eru til
málnytuskýrslur frá ýmsum bæjum, og er meðalærnytin i
Suður-Pingeyjarsýslu talin 50 kg. mjólkur og 3 kg. smjörs.
Annars hefir meðalmálnytan verið breytileg á ýmsum
bæj-um, minst 35 kg\, mest ll1^ kg.3) Sigurður Sigurðsson
tel-ur (1918) meðalærnyt fyrir landið alt 40—45 kg. yfir
sum-arið (10—12 vikur) og gerir ráð fyrir að eitt kg. af smjöri
fáist úr 15 kg. mjólkur.4)

Ur sauðamjólkinni gera menn alment smjör á Islandi
og er hún lika notuð til smjörgerðar i rjómabúuuum, einnig
fæst úr henni mikið af skyri og sýru. Hve mikið smjör

^) Freyr I, bls. 100; VII, bls. 139; XI, bls. 31.
") Freyr XIII, 1916, bls. 15, 36.

3) Baldvin Friblaugsson: Gott málnytuland (Freyr XIII, bls.
23-25).

4) Tíminn II, 1918, bls. 59.

22*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0357.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free