- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
356

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

þar á rnót lömbunum að farga, nema aftótum einum, sem
ei eru á vetur setjandi; i lömbum er ekkert niðurlag, og
aldrei verður það gamall sauður sem deyr lamb*.1)

Altaf hafa viða um land á öllum öldum verið ýmsir

forsjálir bændur, sem settu vel á hey sin, skáru mátulega á

haustin og áttu heyfirningar, eins og þeir forsteinn rauð-

nefur og Ulfai’ á Ulfarsfelli i fornöld, en jafnan voru þeir

fleiri, sem að dæmi Flóka eigi gættu að fá heyjanna. Olaf-

ur Stephensen gefur þeim, sem byrja búskap, það ráð, að

þeir stundi hin fyrstu ár meira heyfirningar en fjölgun fén-

aðar. Hann segist hafa þekt bónda, sem eftir tvö fyrstu

búskaparárin átti aldrei minna en 30 faðma heys fyrnda.

Árið 1784 átti þessi bóndi rúma 40 faðma af gömlu he^u

og framfleytti á því 330 fjár og nokkrum nautpeningi, en

bæði hann og aðrir mistu af veikindum meginið af þvi fó,

sem fóðrað var á nýju heyi vegna óhollustu sem kom i alt

gras árið áður af Síðueldum; heyfyrningar frelsuðu þar á

móti þá hina fáu sem þær áttu frá kollfelli.8) Skúli Magn-

ússon fógeti segir, að allur almenningur ofsetji á hey, en i

flestum sveitum séu þó einhverjir sem fyrna fram undir

eins árs liej’ og mundu aldrei bila i harðindum, ef þeir

/

veiktust eigi af bónbjöi’gum nábúanna.3) Einar
Asmunds-son i Nesi ræður til hins sama, að safna heyfyrningum á
fyrstu búskaparái’unum, og telur hvern þann bónda
frum-býling, sem ekki fylgir þeirri reglu, »bú hans kemst aldrei
á fastan fót, því þó hagur hans blómgist þegar nokkur góð
ár koma í röð, þá deyr sá blómi skjótlega út á hinum fyrsta
harða vetri, sem að höndum ber og nær sér eigi svo
auð-veldlega aftur þó batni i ári.«4) Pví miður hafa forsjálu
mennirnir eigi altaf haft þau not af heyjum sinum sem
mátti, slóðarnii’ hafa lagst á þá þegar fór að sverfa að á
vorin. Pað er mjög óvinsælt að hjálpa ekki. og fyrninga-

») Gl. Félagsrit V, bls. 98-99.

») Gl. Félagsrit V, bls. 98.

5) Gl. Félagsrit IV, bls. 194.

4) Einar Ásmundsson: Um framfarir Islands. Kmhöfn 1871, bls.

37—38. Sbr. Fre^-r X, bls. 115.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0374.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free