- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
3

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Formáli höfundarins

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Formáli höfundarins.

Lesarinn getur sjálfur séð, þegar hann les sögu þessa,
hvernig þessum blöðum hefir verið raðað saman, svo að
þau yrðu að einni heild. Eg hefi ekki þurft að gera
annað en að draga úr þeim ýms óþörf smáatvik og láta
svo sögufólkið sjálft skýra frá reynslu sinni i þeim sama
einfalda búningi, sem blöðin upphaflega eru skrifuð í.
Eg hefi, af augljósum ástæðum, breytt nöfnum manna
og staða. En að öðru leyti skila eg handritinu óbreyttu,
samkvæmt ósk þeirra, sem hafa álitið það stranga skyldu
sína, að koma því fyrir almenningssjónir.

Eftir minni sannfæringu er það ekkert efamál, að þeir
viðburðir, sem hér er lýst, hafi sannarlega átt sér stað,
hversu ótrúlegir og óskiljanlegir sem þeir kunna að
sýnast, skoðaðir eftir almennri reynslu. Og eg er
sannfærður um, að þeir hljóta jafnan að verða að nokkru leyti
óskiljanlegir, þó ekki sé óhugsandi, að áframhaldandi
rannsóknir í sálfræðinni og náttúrufræðinni geti þegar
minst varir skýrt bæði þessa og aðra leyndardóma, sem
hvorki vísindamenn né njósnarlögreglan hafa enn þá
getað skilið. Eg tek það enn á ný fram, að þessi
dularfulli sorgarleikur, sem hér er lýst, er fullkomlega sannur
að þvi er alla ytri viðburði snertir, þó eg eðlilega hafi
komist að annari niðurstöðu í ýmsum greinum en
sögufólkið. En viðburðirnir eru ómótmælanlegir, og svo

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0009.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free