- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
4

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Formáli höfundarins

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

margir þekkja þá, að þeim verður ekki neitað. Þessi
röð af glæpum er mönnum ekki úr minni liðin, röð af
glæpum, sem virðast óskiljanlegir, en út leit fyrir að
væru af sömu rót runnir, sem á sínum tíma slógu
jafnmiklum óhug á almenning sem hin alræmdu morð Jakobs
kviðristara, sem komu litlu seinna til sögunnar. Ýmsa
mun reka minni til hinna merkilegu útlendinga, sem
misserum saman tóku glæsilegan þátt í lífi tignarfólksins
hér i Lundúnum, og menn muna eftir því, að annar
þeirra að minsta kosti hvarf skyndilega og á
óskiljanlegan hátt, án þess nokkur merki hans sæist framar. —
Alt það fólk, sem sagt er að viljandi eða óviljandi hafi
tekið þátt í þessari merkilegu sögu, er alþekt og vel
metið. Bæði Tómas Harker og konan hans, sem er
valkvendi, og dr. Seward eru vinir mínir og hafa verið í
mörg ár, og eg hefi aldrei efað, að þau segðu satt frá;
og hinn mikilsmetni vísindamaður, sem kemur hér fram
með dularnafni, mun líka vera of frægur um allan hinn
mentaða heim til þess að mönnum dyljist hið rétta nafn
hans, sem eg hefi ekki viljað nefna, sízt þeim, sem af
reynslu hafa lært að meta og virða snild hans og
mannkosti, þótt þeir ekki fremur en eg fylgi lífsskoðunum
hans. En á vorum dögum ætti það að vera ljóst öllum
alvarlega hugsandi mönnum, að

„harðla margt er á himni og jörðu,
sem heimspekina dreymir ei um“.


Lundúnum, —stræti, ágúst 1893.

B. S.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free