- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
7

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

7

brezka safninu. Hér er að þeirra sögn:
Þjóðverjar, Valakar, Magyarar, Tjekkar, Slovakar,
Sigaunar, Slovnar, og guð veit hvað margar þjóðir,
hver innan um aðra. Trúrnar eru nær því
jafnmargar og þjóðflokkarnir, og þar að auki
er að finna í hálfhring Karpatafjallanna svo að
segja alla þá hjátrú og hindurvitni, sem til er
í heiminum, ásamt fjölda af hálfmyrkum
munnmælum og afargömlum erfðasögnum og siðum.
Hér hafa þjóðflokkarnir hitst í fornöld, þegar
þeir vóru að fara vistferlum; hér mætist enn
menning vesturlanda og dulfræði austurlanda,
eins og þegar tvær ár renna saman og mynda
hringiðu, þar sem margt þyrlast í strauminum
er annarstaðar er sokkið í djúp gleymskunnar
fyrir löngu, eða það kemur þar upp úr kafinu
þegar minst varir. Þetta er alt saman
skemtilegt, en eg er því miður allur í lögfræðinni, og
það er ekki mitt meðfæri að fást við þjóðleg
fræði eða forn. Hver veit nema greifinn geti
frætt mig eitthvað um það?

Greifinn hafði sent mér nákvæmar
fyrirskipanir um það, hvernig eg skyldi haga ferð minni.
Hann hafði bent mér á gistihúsið
„Gullkrónuna“, þar sem bezt væri að gista hér um
slóðir. Eg fór þangað, og varð þess brátt var,
að við mér hafði verið búist, þvi undir eins við
innganginn mætti eg gamalli konu, góðlegri á
svip og í venjulegum bændakvenna búningi. Hún

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free