- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
6

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

ár. Á áfangastöðunum er samankomið
talsvert af sveitafólki í alla vega búningi. Eg
vildi eg hefði getað krotað upp drætti af lífinu
hérna í kringum mig. Einkennilegastir allra
virðast mér Slóvakar vera; þeir eru í víðum
brókum og skyrtum að ofan, gyrðir belti um
miðjuna. Hárið fellur á herðar niður og augun
eru svört og leiftrandi, svo að þeir líta
ræningjalega út. En annars eru þeir að sögn
meinleysismenn.

Meðan eg beið í Lundúnum eftir skipnnum
húsbónda míns, lét eg eigi undir höfuð leggjast,
að gera mér ferð í brezka safnið (British
Museum) til þess að afla mér þar fróðleiks úr
bókum og landbréfum um Sjöborgaland; eg vissi
áður engin deili á þvi að kalla. Eg varð þess
þá vísari, að staður sá sem ferðinni var til
heitið var austanvert í landinu, einhversstaðar
uppi í Karpatafjöllum, og nær því á
landamærum Sjöborgalands, Moldau og Bukowina — eða
í einu því horni Evrópu, sem ókunnast er og
óárennilegast. Eg gat ekki fundið höllina
Draculitz á neinu landbréfi, því hér eru ekki
til nein landbréf í líking við þau sem
herstjórnarráðaneytið lætur búa til heima á Englandi.
Pósthúsið heitir Bistritz, og höllin á að vera í
grend við Borgoskarðið. Sjöborgaland er
fjölskrúðugt af alls konar þjóðum eins og líka
Ungverjaland, eða svo sögðu mér fræðimennirnir í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free