- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
9

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

9

sem hann vill gera samninga við
málaflutningsmenn og fasteignasala um húsakaup í hjarta
Lundúna. Slíkur maður hlýtur að vera
einkennilegur.

Bistritz, 4. maí. Eg gat ekki sofið í nótt
eins og eg hefði þurft eftir ferðina, því það
var eins og allir hundar bæjarins hefðu mælt
sér mót undir glugganum mínum til að
spangóla og láta öllum illum látum. Loks var eg
orðinn svo þreyttur, að svefninn sigraði mig,
en eg vaknaði skömmu seinna við það, að mér
heyrðist vera krafsað í gluggann. Eg dró upp
gluggtjaldið og sá að leðurblaka hafði sezt á
gluggann, en flögraði í burtu þegar ég kom.
Hundgáin og spangólið var engu betra en áður,
og eg gat ekki sofnað rólega fyrr en undir morgun.

Þegar við sátum að morgunverði, sagði
húsbóndinn mér, að hann hefði fengið bréf frá
greifannm, sem hefði beðið hann að sjá um, að eg
fengi bezta sæti í vagninum, og hafði sent
peninga fyrir vagnseðilinn. Eg reyndi að spyrja
hann og konu hans um greifann, en þau
vörðust allra frétta, og eg varð einskis vísari um
hann, nema hann væri ríkur, eða væri sagður
rikur, og að þau hefðu séð hann svona í svip, en
hann kæmi sjaldan til bæjarins o. s. frv.
Reyndar gekk mér illa að skilja þá skollaþýzku, sem
þau töluðu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free