- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
10

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

10

Þegar eg sagði þeim frá hundgánni og
leðurblökunni, sá eg að þau gutu augunum hvort til
annars, og signdu sig án þess þau vildu láta
bera á því. Hjátrúin á sér djúpar rætur í þessu
landi, og mér þykir leitt, að eg get ekki kynt
mér hugsunarhætti fólksins. Pað væri fróðlegt,
að rannsaka þessa hjátrú og hindurvitni, sem eru
svo lifandi hér í landinu, þó börn þessa tíma
eins og eg kalli það kerlingabækur. Það eru
leifar af heiðnum hugsunarhætti og siðum löngu
liðins tíma.

Eg hitti þýzkan kennara, sem sýndi mér
bæinn fyrri hluta dagsins. Eg spurði hann um
Draculitz greifa, og varð hann hissa þegar hann
heyrði, að eg ætlaði á fund greifans og vera
hjá honum hálfan mánuð, því hann sagði að
greifinn væri kunnur að því, að vera einrænn
og forðast alla menn, og aldrei hefði hann
heyrt þess getið, að hann hefði boðið neinum
heim til sín, „Þá fara víst ýmsar sögur af
honum“, segi ég, „menn eru vanir að hnýta í
þá sem binda ekki bagga sina sömu hnútum
og samferðamennirnir“. Hann kvað það satt
vera, að margt væri talað um greifann, en
enginn skynsamur maður legði trúnað á það.
Að öðru leyti kunni hann ekki af greifanum
að segja, annað en það, að hann væri af helztu
og elztu ætt landsins, og að það hefði verið
ættfylgja í þeirri ætt, að karlmennirnir hefði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free