- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
15

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

15

alla muni, stigið ekki út úr vagninum hér, hér er
ekki hættulaust — grimmir hundar", sagði hann.
Hann stóð ekki við augnablik, nema meðan
hann kveikti vagnljósin. — Því dimmra sem
varð, því meiri óhug virtist mér slá á
samferðamenn mína; þeir vóru að tala við ökumann,
og skildist mér þeir vera að biðja hann að
flýta sér. Hann lamdi hestana með
svipunni eins og versti reiðfantur og blístraði
mjög hátt við og við til að herða enn meira á
þeim.

Alt í einu sáum við meiri skímu fram
undan okkur, og það var eins og fjöllin lykist upp,
en yrði þó brattari á báðar hliðar. Samferða
menn mínir gerðust nú enn órólegri en áður.
Vegurinn var nú betri, og var haldið enn
harðara áfram en fyrr, svo eg var að halda mér
í vagninum. Eg er ekki huglaus, en mér
virtist það vera óðs manns æði, að æða svona áfram
í myrkri. Mér var nú sagt, að við værum að
fara upp í Borgóskarðið, og eins og til að gera
þann atburð hátíðlegri, tóku félagar mínir sig
til, og gáfu mér ýmsar skrítnar gjafir, svo sem
krossmörk, rósatrjágrein, reynikvist og hvít
blóm og annað smávegis. Eg gat ekki
fengið af mér að neita að taka við þeim, en reyndi
að losast við þær flestallar smámsaman, því
eg gat ekki séð, að eg gæti haft neitt gagn
at þeim. En skilja þóttist eg, að þær ættu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free