- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
14

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

14

talaði þýzku, hverju þetta sætti, en hann sagði
að fólkið bæri engan illan hug til mín, „öðru
nær“; það vildi mér vel og væri að biðja fyrir
mér. — Ökumaður sló nú í hestana, og ég gleymdi
öllum signingnnum og óheillaspánum, þegar ég
fór að virða fyrir mér útsýnið. Við okkur
blöstu hæðir, allar grasi grónar og skógi
vaxnar, og vóru bændabýli í hlíðunum, sem sneru
gluggalausum stöfnum að veginum. Þar vóru
apaldrar í blóma, og mörg önnur ávaxtatré.
Vegurinn lá í ótal krókum milli hæðanna.
Ökumaður keyrði hestana, eins og hann ætti lifið
að leysa, yfir kletta og vegleysu; vegurinn var
illur, því vegabætur vóru óunnar, sem ætíð
þarf að gera að vorinu.

Hiuum megin hæðanna gnæfðu upp úr
myrkviðunum klettóttir tindar Karpatafjallanna. Þeir
urðu bráðum á báðar hliðir við okkur, og
ljómuðu í allskonar litaskrauti í sólarljósinu,
en í fjarska sáust biáhvítir jöklar. — Við og
við mættum við bændafólki í flikróttum búningi,
og margt sá eg þar, sem eg hafði aldrei áður
séð, svo sem heysátur, sem hafðar vóru til
þerris upp í trjátoppunum.

Þegar farið var að dimma varð kalt, og sáum
við þá grilla í snjófannir í giljum og skörðum.
Stundum var vegurinn svo brattur, að eg vildi
fara af baki og ganga, eins og siður er á
Englandi, en ökumaður tók því fjarri. „Nei fyrir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free