- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
21

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

21

úr dalnum, sem við höfðum farið yfir, en
úlfaþyturinn var miklu meiri en áður, og var að
heyra alt í kringum okkur.

Eg var ekki hræddur, en mér var ekki
rótt, og eg óskaði að eg hefði einar tvær
veiðibyssur með mér, því eg vildi einmitt geta gefið
henni Vilmu minni svo sem tvo, þrjá úlfsfeldi
i brúðargjöf, og eg varð að hlæja með sjálfum
mér, þegar eg hugsaði til þess, að margir
sportsmenn, sem eg þekki, mundu hafa þakkað fyrir
að mega vera svo sem mánaðartíma um þessar
slóðir.

Alt í einu tók eg eftir því, að ökumaður
skimaði í allar áttir, og þegar eg fór að gæta
betur að, sá eg ekki all-langt frá mér eins og
bláleita eldsglætu. Ökumaður hafði
auðsjáanlega tekið eftir því líka. Hann stökk úr
vagninum og hvarf út í skógiun. Mér sýndist þessi
biáleita glæta vera skamt frá veginum, og eg
þóttist gerla sjá, hvað ökumaðuriun hafðist að.
Hann hlóð dálitla vörðu. — Mér fanst eg hafa
sofið stundarkorn, þegar eg varð þess var, að
vagninn hafði numið staðar Ökumaður var
nú lengur burt en áður, og eftir fáein
augnablik gerður hestarnir ókyrrir. Mig furðaði á
því, einkum af því að nú heyrðist enginn
úlfaþytur, en hestarnir urðu brátt svo baldnir, að
eg fór að taka í taumana og ætlaði að fara úr
vagninum til þess að geta betur ráðið við þá —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free