- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
22

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

22

en þá dró frá tunglinu. og eg sá alt í einu
fjóra, fimm, sex stóra úlfa, sem læddust eftir
götunni með gapandi ginum og lafandi tungum.
Eg þreif í ofboði ofan í vasa minn eftir
marghleypu, en eg hafði um morguninn látið hana
ofan í langsekk. Eg hafði þá ekkert annað
fyrir mig að bera en svipuna, og henni gat
eg naumast beitt, því eg hafði fult í fangi að
ráða við hestana. Til þess að verða ekki
ráðalaus, æpti eg svo hátt sem eg gat „halló!“ svo
að undir tók í skóginum, og virtist mér
úlfunum ekki vera um það. En rétt í því heyrði
eg til ökumannsins; hann sagði eitthvað, sem
eg skyldi ekki, og þegar eg leit til hliðar, sá
eg að hann bandaði með höndunum við
úlfunum, en þeir skriðu sneyptir á brott með lafandi
skottið.

„Hvernig gátuð þér farið frá vagninum þegar
svona stóð á?“ sagði eg við ökumanninn. „Það
lá við að það yrði að slysi. Eg hefði naumast
getað ráðið lengur við hestana“.

„Eg sagði yður, að ekkert væri að óttast,
þó hestarnir séu ungir og óvanir — eg er
gamall veiðimaður. Úlfarnir gera okkur ekkert.
Þér sáuð sjálfur, hvernig eg fældi þá burtu.
Eg þekki tökin á þeim; þeir þora ekki að
ráðast á mig. En það er margt verra í skóginum
í öðru eins svartnætti og nú. Reynið þér nú
að sofna; við erum bráðum komnir heim“.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free