Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
23
Eg lét mér þetta að kenningu verða, og hefi
eflaust sofnað, því þegar vagninn nam staðar
næst, sá eg í tunglsljósinu, sem nú var orðið
bjart, að við vórum komnir að stórum
hallarhúsagarði, með háum múr í kring, sem
sumstaðar var orðinn skörðóttur.
7. maí að morgni.–Eg tek þar til sem
eg hætti, að skrifa það sem siðan hefir drifið
á dagana.
Mér virðist hallargarðurinn óvenjulega stór,
en eg hefi reyndar ekki séð hann enn við
dagsbirtu.
Þegar við vórum komnir heim hingað,
hjálpaði ökumaður mér úr vagninum og tók eg þá
enn eftir þvi, að hann var heljarmenni að afli;
eg er fullar þrjár álnir á hæð og gildur að
því skapi, en mér fanst hann geta fleygt mér
eins og vetlingi. Hann tók farangur minn úr
vagninum og lét hannn hjá mér. Fram undan
mér var steinrið, sem lá upp í skrautlegt hlið.
Ökumaðurinn tók í klukkustreng og eg heyrði
klukkuhljóð langt burtu. Siðan stökk hann upp
í vagninn, sló hestana og hvarf á svipstundu
einhverstaðar inn í múrana.
Það heyrðist ekkert hljóð úr höllinni og
ekkert ljós sást í glugganum. Mér fór að leiðast,
og mér kom í hug að vekja alt fólkið með því
að berja harkalega að dyrum, en þá heyrði eg
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>