- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
29

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Eg fór nú að litast um í svefnherberginu.
Ársalirnir voru úr gömlu þykksilki og
góbelínstjöld á veggjunum, og hlutu þau að vera
afardýr. Ekki verður komist af með minni
húsbúnað en hér er, þó öll húsgögn séu dýr og
gömul. Mundlaugin er óvenjulega lítil, en hún
er úr gagnþéttu gulli.

Þegar eg var búinn að klæða mig, fór eg
yfir í stofuna, sem eg borðaði í kveldið fyrir.
Það var stór salur með veggtjöldum. Kaldur
matur var á botðinu og vín. Þegar eg gekk
að borðinu, sá eg að borið var að eins fram
fyrir einn mann, og að á borðinu lá seðill til
mín frá greifanum og þetta ritað á hann:

„Eg verð að heiman meiri part dagsins, en
vona að þér góðfúslega fyrirgefið mér þessa
ókurteisi, sem eg get ekki gert að. Ef þér
vilduð raða öllum skjölum yðar, þá getum við
talað saman þegar eg kem aftur.

Yðar skuldbundinn
D—z“.

Þegar eg hafði borðað, — maturinn var góður,
þó hann væri öðruvísi kryddaður og tilbúinn
en eg hafði vanist, — fór eg að svipast
eftir bjöllu til að hringja á vinnufólkið, en
fann enga slíka bjöllu. Eg ætlaði þá að lúka
upp ganghurðinni, og furðaði mig á, að hún
var læst. Undarlegir eru siðirnir í þessu húsi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free