- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
30

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

30

Alt var þögult, eins og steinninn. Eg leit út
og sá gömlu konuna, sem var að sækja vatn.
Klukkan var milli 4—5, og eg fór því aftur
til svefnherbergis míns, og fór að blaða í þeim
skjölum, sem snerta húskaupin, og raða þeim
saman. Eg gekk svo aftur fram í salinn og
reyndi að lúka upp tveimur hurðum, en þær
vóru harðlæstar. Þriðja hurðin var ólæst, og
var hún að stóru hornherbergi, sem sólin skein
inn í. Eg gekk þar inn og var það
bókaherbergi greifans. Þar var stór bókaskápur, og
vóru sumar skrifaðar, og sumar mjög gamlar,
og virtust vera um stjörnuspádóma,
gullgerðarlist og töfra miðaldanna; þær vóru á ýmsum
málum, sem eg skildi ekki, en mest furðaði
mig á þvi, að eg fann þar stórt safn af
enskum bókum, bæði nýjum og gömlum, nær því í
öllum greinum, skáldskaparrit, sögurit og
vísindaleg rit, og venjulegar handbækur, sem allar
vóru lesnar og með merkjum og athugasemdum
lesarans. Á borðinu lágu ensk blöð og tímarit.

Eg fór nú að skemta mér við bækurnar og
sat við þær þangað til komið var sólsetur. —
Sólsetrið var þar hið fegursta, sem eg hefi séð;
og kemst það hvergi í neina líking þar sem
eg hefi verið, nema helzt í hálöndum
Skotlands. Þegar sólin var gengin undir, breyttist
alt í einum svip; loftið varð kalt og rakafult,
og litirnir breyttust þegar tunglið kom upp.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free