- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
32

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

32

eins, að hún snart einhverja strengi í mér, sem
áður voru ósnortnir, og hafði mikil áhrif á mig.
— Mér fanst hjartað slá hraðara, og það var
eins og eg hefði fengið „feber“.

Eg horfði alt af á hana, meðan hún talaði
við mig, og gat ekki haft augun af henni. Eg
er þó ekki fljótur til að láta mér finnast til
um kvenfólkið, heldur er eg álitinn fremur þur
og kaldur. Enda hefir mér aldrei þótt vænt
om neinn annan kvenmann en hana Vilmu
mina, síðan eg var drengur.

Húu stóð í tunglsljósinu fyrir framan mig og
man eg ekki að eg hafi séð nokkura stúlku
jafnfríða.

Eg ætla ekki að lýsa henni nákvæmlega,
því henni verður ekki lýst með orðum. Hún
hafði gulbjart hár, sem var sett upp í hnút
upp í hvirflinum. Augun vóru blá og stór.
Búningurinn var ekki ólíkur búningi, sem sjá
má á kvenlegum fegurðum frá byrjun
aldarinnar, t. d. á Jósefiuu drotningu; hálsinn og
brjóstið bert. Um hálsinn hafði hún festi úr
skygðum demöntum.

„Þér dáist að útsýninu“, sagði hún. „Já,
þeir segja, að fjöllin okkar séu falleg, — en
þau eru svo eyðileg, eyðileg. — Maður er hér
eins og fangi, sem langar, langar út í heiminn,
stóra heiminn — til mannanna. Hér eru engir
menn, — en mér þykir svo vænt um mennina“.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free