- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
33

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Hún rétti út handleggina, eins og hún væri
frá sér numin, og mér sýndust augu hennar
leiftra í tunglsljósinu.

„Mér þykir vænt um“, sagði hún, „að þér
eruð kominn hingað. Þér lítið svo vel út og
karlmannlega; það kemur sér líka betur hér í
Karpatafjöllunum. — Okkur verður ánægja að
kynnast yður“.

Eg vissi ekki, hvað eg átti að segja til alls
þessa, því eg var alveg utan við mig og
langaði mest til að taka hana í faðm mér og kyssa
hana; eg færði mig nær henni, en þá hvarf
hún alt í einu, og í sömu svipan kom greifinn
inn með lampa í hendinni. Hún hafði
annaðhvort smeygt sér út að baki greifans eða farið
út um leynidyr á salnum.

„Já, góði herra Harker, eg er alveg frá mér
út af því, að eg hefi ekki getað verið hjá yður
— þér mættuð hugsa sitt af hverju um
gestrisnina í þessu gamla húsi — eg gat ekki
komið fyrr — og nú finn eg yður hér í
myrkrinn — eg bið yður innilega fyrirgefningar —
þjónar minir eru óvanir gestum — þér verðið
að afsaka, hvernig alt er hér í
Karpatafjöllunum“. Hann kveikti á vaxljósunum og lét
hlerana fyrir gluggana. „Eg vona, að þér séuð nú
afþreyttur eftir ferðina. Það gleður mig að
þér eruð kominn hingað; hér er svo margt,
sem yður má vera hugleikið. Þessar bækur",

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0039.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free