- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
39

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

39

leggi, aðrar eins varir — þó ekki sé talað um
annað — veslings drengur, veslings dygðugi
Englendingur, annan eins kvenmann hafið þér
vist ekki séð um dagana?“ — Það var eitthvað
ósæmilegt í röddinni og hlátrinum.– „Fyrirgefið,
að eg geri að gamni mínu“, sagði hann;
„þið unga fólkið skoðið alt svo alvarlega, sem
við hlógum að í minn ungdæmi. Eg var nú
eiginlega að hlægja að því, hve sakleysislegt
andlit þér settuð upp. — En sannleikurinn er
hér ekki neitt hlátursefni. — Talaði
hún nokkuð við yður?“

„Mig minnir hún byði mig velkominn. Eg
hélt hún ætti hér heima“.

„Já, hún á hér heima, og hún er náskyld
mér, — fögur eins og gyðja, en geðveik“.

Mér hnykti við.

„Það er ekki svo að skilja, að nokkur þurfi
að óttast hana. Hún ímyndar sér, að hún sé
langamma sjálfrar sín og gengur alt af í fötum,
sem eru eins og fötin á myndinni hennar
langömmu hennar, — eg skal eitthvert annað kveld
sýna yður myndirnar af ættfóiki minu, og eg
trúi ekki öðru en að þér sjáið að þær
eru ótrúlega líkar. — Það er auðvitað saklaust gaman.
Hún er venjulega höfuðsetin, en það ber við,
að hún læðist út í rökkrinu og ráfar hér um
gangana. Hún hefir, skiljið þér, verið ólánsöm
í festamálum — aumingja stúlkan — og þykist

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free