- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
38

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

88

„Eg var einmitt að svipast eftir henni þegar
daman kom“.

Greifanum brá eitthvað undarlega við, þegar
eg sagði þetta, og eg bjóst við, að hann mundi
þjóta upp í annað sinn, en hann spurði að eins
hvað eg ætti við.

„Dömuna, sem var inni í stofunni, þegar þér
komuð — þér hafið eflaust séð hana“, sagði eg.
„Þér komuð rétt á eftir henni“.

„Nei, eg sá hana ekki“. Hann varð eins
og utan við sig. — — „Eg mátti búast við
þessu–já, það er ýmislegt í þessu húsi,
sem fáir þekkja — þér hafið orðið varir við
eitt. Hvernig var stúlkan í hátt — var hún
ljóshærð?“

„Já“.

„Og ljósklædd — en þó nokkuð óvanalega
klædd?“

Eg játti því.

„Hún hefir haft á brjóstinu skygða demanta
og rúbín í miðju“.

„Já“.

„Og hún hefir verið — segjum —
dálagleg?“

„Mjög lagleg!“

„Mjög lagleg, ha, ha, falleg, falleg eins og
Yenus, eins og Helena—furðuverk náttúrunnar
munuð þér vilja segja. Hafið þér séð annan
eins háls, annan eins barm, aðra eins hand-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free