- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
41

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

41

og margar kynjasögur fylgja oft gömlum
húsum. Eg gat búist við, að þér þykist hafa
orðið einhvers var, sem yður hefir þótt óvanalegt,
en alt er það af eðlilegum rótum runnið,
og þér þurfið ekkert að óttast“.

„Já, þér megið reiða yður á það, að eg trúi
ekki að draugar séu til“.

„Það er gott, það hugsaði eg líka“, sagði
hann. — „England er land menningar og
verklegrar starfsemi. Þau augu, sem hafa notið
menningar-birtu þessarar aldar, sjá aldrei neinar
vofur“.

„Auðvitað ekki“, sagði eg. „Alt þess konar
er nú álitið sjúkleiki. Eg kannast við
ofsjónir og taugaæsingar — og annað ekki. Getur
nokkuð verið fráleitara viti, en að ímynda sér,
að andar dauðra manna séu á reiki, og meira
að segja í sömu fötunum sem þeir höfðu í
lifanda lífi og löngu eru rotnuð og að engu
orðin?“

„Rétt er það“, sagði hann með háðsvip, að
mér sýndist. „Þetta líkar mér. Svona á unga
fólkið að vera. Við gamla fólkið getum haft
okkar kreddur fyrir okkur, en framtíðin heyrir
til unga fólkinu. Þess vegna langar
mig í iðustraum hins unga lífs í Lundúnum. Þar hafa
menn annað að hugsa en að trúa á vofur.
— Já, en við ættum nú að athuga það sem
okkar fer á milli. Viljið þér ekki sækja skjölin?"

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free