- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
42

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

42

Eg hljóp eftir skjölunum og kom að vörmu
spori aftur. Greifinn skoðaði það alt saman
vandlega og spurði mig spjörunum úr, og
furðaði mig stórlega á því, hve kunnugur hann
gat verið háttum manna í Lundúnum.

„Já, en eg hefi líka sagt yður, að eg hafi
árum saman verið að kynna mér hjarta Englands,
sem eg vil líka síðar fá að njóta. En
eg hefi því miður orðið að læra alt af bókum
— málið líka. — Eg hefi nú hugsað mér að eg
kynni að geta lært af yður að tala“.

„Þér talið ágætlega ensku, herra greifi“.

„Það vantar mikið á“, sagði hann; „eg kann
beygingar málsins, og get gert mig skiljanlegan
— en eg veit að allir heyra að eg er útlendingur
þegar til Lundúna kemur. Eg vil læra
málið sem innfæddur maður“.

Við fórum að blaða í skjölunum. Húsið,
sem greifanum stóð til boða, var í austurborginni,
stórt og gamalt hús, og hafði lengi ekki
verið búið í því.

Greifinn kvaðst vera ánægður með húsið í
alla staði; þótti það stór kostur á því, að það
væri fornfálegt, eins og höllin hans, og það þótti
honum líka góður kostur, að kapella var þar í
nánd. — „Hér í landi geta menn eins og eg ekki
gleymt því, að vér eigum eitt sinn að dreifast
saman við mannmúginn — þá verstu jarðarmaðka,
sem að eins hafa lifað dagslífi".

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free